is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/12034

Titill: 
  • Starf og starfsumhverfi sauðfjárbænda : upplifun, ánægja og vellíðan
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Starfshlutverkið er með veigameiri hlutverkum sem fólk gegnir í lífinu og hefur áhrif á ánægju þess og vellíðan og á það hvernig fólk skilgreinir sjálft sig. Starf og starfsumhverfi sauðfjárbænda er að mörgu leyti frábrugðið því sem er hjá öðrum starfsgreinum þar sem þeir vinna oft einir, starfið er samtvinnað heimilislífi, vinnutími er oft langur, óreglulegur og háður veðri. Tilgangur þessarar rannsóknar var tvíþættur: annars vegar að kanna upplifun sauðfjárbænda af starfi sínu og starfsumhverfi og áhrifum þess á ánægju og vellíðan. Hins vegar að kanna hvernig íslenska bráðabirgðaútgáfa matstækisins Work Environment Impact Scale (WEIS) hentar til að safna slíkum upplýsingum. Lagt var upp með þrjár rannsóknarspurningar: (1) Hvernig upplifa sauðfjárbændur starf sitt og starfsumhverfi? (2) Hvaða umhverfisþættir ýta undir ánægju og vellíðan sauðfjárbænda í starfi og hvaða þættir draga úr? og (3) Hvernig samsvara megindlegar niðurstöður WEIS niðurstöðum greiningar eigindlegu gagnanna? Til að svara spurningunum var blandað rannsóknarsnið notað. Gögnum var safnað með matstækinu WEIS, sem er með hálfbundnum viðtalsramma og matskvarða og byggir á hugmyndafræði Líkansins um iðju mannsins (MOHO). Viðtöl voru tekin við sex karlkyns sauðfjárbændur, 38-60 ára sem voru valdir markvisst af Búnaðarsambandi Austurlands og Búnaðarsamtökum Vesturlands. Þau voru hljóðrituð og afrituð orðrétt og gefin stig samkvæmt kvarða matstækisins. Aðferð grundaðrar kenningar var notuð við greiningu eigindlegu gagnanna til að svara fyrstu rannsóknarspurningunni en tíðnitafla tekin saman úr megindlegu niðurstöðum matstækisins til að svara annarri. Að lokum voru niðurstöður rannsóknaraðferðanna tveggja bornar saman til að svara þeirri þriðju. Helstu niðurstöður sýndu að upplifun viðmælenda af starfi sínu var almennt jákvæð, frelsið sem þeir höfðu var stór þáttur, m.a. sveigjanleiki við skipulagningu og framkvæmd verka. Þeir voru í heildina ánægðir með starfsumhverfi sitt nema fjárhagslegan ávinning. Vinnuhagræðing hafði færst í vöxt en viðmælendur voru mislangt komnir í að þróa árangursríkar vinnuaðferðir. Þeir voru nokkuð meðvitaðir um hvar helstu hættur lágu í starfsumhverfinu en töldu sig sjálfa síður í hættu en utanaðkomandi. Með notkun beggja rannsóknaraðferða fékkst aukin dýpt og skilningur í upplifun viðmælenda af starfi sínu og starfsumhverfi og þeim þáttum sem ýttu undir og drógu úr ánægju og vellíðan þeirra í starfi.
    Lykilhugtök: Sauðfjárbændur, starf, starfsumhverfi, ánægja og vellíðan.

Samþykkt: 
  • 5.6.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/12034


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Rafræn skil.pdf5.29 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna