is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/12039

Titill: 
 • Meðferðarsamband hjúkrunarfræðinga við sjúklinga og fjölskyldur í líknandi meðferð í heimahúsum
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Tilgangur: Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna meðferðarsamband hjúkrunarfræðinga við sjúklinga og fjölskyldur í líknandi meðferð í heimahúsum. Stuðst var við kenningar um þróun sambands hjúkrunarfræðinga við sjúklinga. Þær byggja á fjórum stigum samskipta en þau eru undirbúnings-, áttunar-, vinnu- og lokastig. Einnig var skoðað hvort þessi stig nýtast þeim eða eru þeim meðvituð í samskiptum sínum við sjúklinga.
  Aðferð: Rannsóknin var hluti af stærri rannsókn sem nær til allra hjúkrunarfræðinga á Íslandi. Úrtakið samanstóð af sex hjúkrunarfræðingum, sem störfuðu við líknandi meðferð og hjúkrun í heimahúsum á Íslandi á þeim tíma sem gagna var aflað. Eitt viðtal var tekið við hvern hjúkrunarfræðing, það hljóðritað og greint í þemu samkvæmt hugmyndafræði grundaðrar kenningar. Upplýsingar voru flokkaðar þar sem leitað var eftir sameiginlegri reynslu þátttakanda af samskiptum við sjúklinga í líknandi meðferð og fjölskyldur þeirra á ofangreindum fjórum meðferðarstigum.
  Niðurstöður: Helstu rannsóknarniðurstöður sýndu að hjúkrunarfræðingarnir voru mjög meðvitaðir um mikilvægi góðra samskipta til að byggja upp traust og gott meðferðarsamband. Þátttakendur töldu góðan undirbúning, traust, virðingu og teymisvinnu milli fagaðila vera lykilþætti svo hægt væri að veita góða líknandi meðferð. Þessir þættir endurspegluðu meginþemun, undir hverju meginþema komu í ljós nokkur undirþemu. Skortur er á rannsóknum á þessu efni hérlendis og erlendis og mikilvægt að beina sjónum að þessum þætti hjúkrunar í framtíðarrannsóknum.
  Lykilhugtök: Líknandi meðferð, meðferðarsamband, samskipti.

Athugasemdir: 
 • Verkefnið er lokað til 1.5.2013.
Samþykkt: 
 • 5.6.2012
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/12039


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
lokaritgerð prenta.pdf590.91 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna