is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/12042

Titill: 
  • „Maður fór bara að lifna við út af hreyfingunni“ : upplifun notenda í bata af hreyfingu
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Markmið þessa verkefnis var að kanna upplifun einstaklinga með langvarandi geðsjúkdóma af hreyfingu. Rannsóknarspurningarnar voru a) hver er upplifun fólks sem greinst hefur með geðsjúkdóma af hreyfingu og áhrifum hennar í bataferli og b) hvað hvetur og hindrar þessa einstaklinga til þátttöku í hreyfingu. Til að afla upplýsinga voru settir á fót rýnihópar sem er eigindleg rannsóknaraðferð. Við gagnaöflun var notast við viðtalsramma þar sem Líkanið um iðju mannsins var haft til hliðsjónar við gerð spurninga. Tekin voru hópviðtöl við 14 fullorðna einstaklinga af báðum kynjum sem höfðu reynslu af hreyfingu og voru frá tveim mismunandi geðræktarmiðstöðvum. Eftirfarandi fjögur meginþemu voru greind sem hvatar: Að upplifa vald, vellíðan og sigra; Maður á bara þennan eina líkama; Samspil líkama og sálar; Umhverfi. Þrjú meginþemu voru greind sem hindranir: Kvíði og kviknar ekki á lönguninni; Líkamlegir heilsubrestir; Umhverfi. Einnig var eitt þemað greint hlutlaust: Söngur heilbrigðisstarfsfólks. Undirþemu voru alls sjö. Í lokin var fundið sameiginlegt yfirþema sem var: Maður fór bara að lifna við út af hreyfingunni. Niðurstöður rannsóknarinnar leiddu í ljós að hreyfing gæti verið máttug leið til að ráða við verkefni dagslegs lífs og meðal hvata var að geta beislað neikvæðar tilfinningar, að upplifa að vera við stjórn og gleyma veikindunum, njóta félagslegra samskipta, auk þess stuðla að og viðhalda bataferli. Það sem hinsvegar greindist sem hindranir voru andleg- og líkamleg vanlíðan, skortur á félagslegum stuðningi, fjármagni, aðstöðu og úrræðum auk íslenskrar vetrarveðráttu. Til að hvatning heilbrigðisstarfsfólks skili árangri skortir stuðning, eftirfylgd og úrræði sem henta notendum. Niðurstöður rannsóknarinnar geta nýst við skipulagningu úrræða, stuðnings og eftirfylgdar tengt hreyfingu og vakið athygli á þætti hennar í bættri heilsu, auknum lífsgæðum og í bataferli einstaklinga með langvinna alvarlega geðsjúkdóma.
    Lykilhugtök: Hreyfing, hvatar, hindranir, notandi geðheilbrigðisþjónustu, bataferli og langvarandi alvarlegir geðsjúkdómar.

Samþykkt: 
  • 5.6.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/12042


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
!LOKARITGERÐ!.pdf568.32 kBOpinnPDFSkoða/Opna