en English is Íslenska

Thesis University of Akureyri > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/12043

Title: 
 • is Mikilvægustu fræðsluþarfir kvenna á meðgöngu : frá sjónarhóli þeirra eftir fæðingu
Submitted: 
 • May 2012
Abstract: 
 • is

  Rannsóknir sýna að fræðsla tengd líkamlegri líðan er sú fræðsla sem konur leita helst eftir á meðgöngu, má þá nefna þætti tengda næringu, hreyfingu, svefni og kynlífi. Fræðsluþarfir þeirra einskorðast þó ekki eingöngu við þætti tengda meðgöngunni sjálfri, heldur einnig undirbúningi fyrir væntanlega fæðingu s.s. einkenni yfirvofandi fæðingar, bráðatilfelli sem upp geta komið, ásamt verkjum og verkjameðferð í fæðingu. Jafnframt vilja konur fá fræðslu um umönnun nýburans á meðgöngunni og þá sérstaklega m.t.t. brjóstagjafar. Fræðsluþarfir kvenna tengdar andlegri líðan eru ekki áberandi í rannsóknum, samt sem áður sýna þær að barnshafandi konur vilja fá fræðslu um fæðingardepurð og andlega vanlíðan á meðgöngu og eftir fæðingu.
  Tilgangur rannsóknarinnar verður að kanna hverjar fræðsluþarfir kvenna eru á meðgöngu, frá sjónarhóli þeirra eftir fæðingu, m.t.t. líkamlegrar og andlegrar líðan, undirbúnings fyrir fæðingu og umönnun nýburans. Notuð verður eigindleg aðferðafræði við gerð rannsóknarinnar og stuðst við aðferð Vancouver-skólans í fyrirbærafræði. Þátttakendur verða valdir með tilgangsúrtaki og mun úrtakið samanstanda af sex frumbyrjum og sex fjölbyrjum sem tala íslensku og hafa gengið í gegnum eðlilega meðgöngu og fæðingu, ásamt því að hafa eignast heilbrigt barn, sex til átta mánuðum áður en gagnasöfnun fer fram. Tekin verða opin hálfstöðluð viðtöl við þátttakendur og þau greind eftir hugmyndafræði fyrirbærafræðinnar.
  Rannsóknarspurning: Hverjar eru fræðsluþarfir kvenna á meðgöngu, frá sjónarhóli þeirra eftir fæðingu, m.t.t. líkamlegrar og andlegrar líðan, undirbúnings fyrir fæðingu og umönnun nýburans?
  Lykilhugtök: Meðganga, fræðsluþarfir, meðgönguvernd, barnshafandi konur og fræðsla

Description: 
 • is Verkefnið er lokað til 18.5.2020.
Accepted: 
 • Jun 5, 2012
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/12043


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Fræðsluþarfir kvenna á meðgöngu.pdf1.14 MBLocked Until...2020/05/18RannsóknaráætlunPDF