en English is Íslenska

Thesis (Master's)

University of Iceland > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/12049

Title: 
  • Title is in Icelandic „Að fortíð skal hyggja, ef frumlegt skal byggja.“ Íslenskir framhaldsskólasiðir – uppruni og endursköpun
  • Icelandic School Traditions at Upper-Secondary Level. Origins and Innovation
Degree: 
  • Master's
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Í þessari ritgerð er fjallað um íslenska skólasiði. Skólasiðir, eins og þeir eru skilgreindir hér, eru hvað það sem nemendur í skólum taka sér fyrir hendur og tengist ekki beint hinu opinbera skólakerfi, allt frá stórum hátíðum eins og busavígslu og dimission, í það hvernig þeir hátta sínu hversdagslífi innan skólasamfélagsins, en utan kennslustunda. Meðal annarra verður notast við kenningar van Gennep um innvígslusiði, kenningar Turner um jaðartíma og samkennd, Huizinga um leiki í sinni víðustu merkingu, Bakhtin um karnival og loks kenningar Eric Hobsbawm um tilbúnar hefðir. Sýnt er fram á tengsl þeirra skólasiða sem tíðkast í dag við eldri hefðir íslensku latínuskólanna. Einnig er fjallað um tengsl við hefðir og siði í norrænum framhaldsskólum í fortíð og nútíð. Loks verður gerð grein fyrir tilviksrannsókn (e. case study) sem gerð var á myndun og þróun skólasiða í Borgarholtsskóla, sem tók til starfa árið 1996.
    Helstu niðurstöður eru að slíkir siðir verða til í samvinnu nemenda og skólayfirvalda. Auk þess eru slíkir siðir mikilvægir við að skapa samheldni innan skólasamfélagsins, sem svo aftur hefur jákvæð áhrif á veru nemenda innan skólanna. Hver framhaldsskóli á sér sína sérstöku siði sem hafa mótast innan hans, en líkt og sýnt verður fram á vísa íslenskir skólasiðir þó alltaf að einhverju leyti aftur í einhvern kjarna slíkra siða sem hefur þróast í gegnum aldirnar. Þannig eru slíkir siðir „hefð“ þrátt fyrir að vera endurskapaðir í hvert sinn sem nýr skóli tekur til starfa og þegar nýir nemendur byrja í skólunum.

Accepted: 
  • Jun 5, 2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/12049


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
MA ritgerð um íslenska skólasiði.pdf3.93 MBOpenHeildartextiPDFView/Open