is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Verkfræði- og náttúruvísindasvið > B.S. verkefni - Verkfræði- og náttúruvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/12051

Titill: 
  • Hitastigsaðlögun aqualysins I, subtilisín-líks serín próteinasa úr hitakæru bakteríunni Thermus aquaticus
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Byggingarlegar forsendur hitastigsaðlögunar meðal subtilasa af próteinasa K fjölskyldunni úr örverum sem aðalagast hafa mismunandi hitastigi hafa mikið verið rannsakaðar. Þetta verkefni er hluti af stærra rannsóknarverkefni, þar sem samanburður hefur verið gerður á eiginleikum og byggingu subtilasa úr kuldaþolinni Vibrio tegund (VPR) og aqualysíni I úr hitaþolnu bakteríunni Thermus aquaticus (AQUI). Kristalbyggingar ensímanna hafa verið ákvarðaðar og hafa samanburðarrannsóknir verið gerðar á byggingu þeirra og fjöldi stökkbreytinga verið framkvæmdar, til þess að reyna að skilja hitastigsaðlögun þeirra betur. Útfrá samanburði á þrívíddarbyggingu ensímanna hafa verið hannaðar breytingar inn í byggingu VPR sem taldar eru hafa stöðugleikaaukandi áhrif og eru til staðar í AQUI. Einn þeirra byggingarþátta sem talið er að stuðli að auknum hitastöðugleika AQUI er aukinn fjöldi saltbrúa í hitaþolna ensíminu. Til að prófa þessar tilgátur, hefur verið felld út saltbrú í AQUI með markvissri stökkbreytingu, en metið var útfrá þrívíddarbyggingu að til staðar séu saltbrýr í AQUI umfram VPR, og er ein þessara hugsanlegu saltbrúa á milli Arg43 og Asp212 í AQUI. Til að kanna frekar hlutverk saltbrúa á hitastöðugleika AQUI, var stökkbreytingin D212N framkvæmd, sem fellir út saltbrú á milli Arg43 og Asp212. Áhrif útfellingarinnar voru könnuð m.t.t. stöðugleika og virkni ensímsins, en niðurstöður mælinganna sýndu fram á lækkun í hitastöðugleika um 2°C, en aftur á móti mældist ekki marktækur munur í virkni miðað við villigerðarensímið.

Samþykkt: 
  • 6.6.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/12051


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS-ritgerd_LBJ.pdf946,11 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna