en English is Íslenska

Thesis University of Iceland > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/12054

Title: 
  • is Nýting á sálfræðiþjónustu Neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis
Submitted: 
  • June 2012
Abstract: 
  • is

    Neyðarmóttaka fyrir þolendur kynferðisofbeldis var stofnuð á Landspítala í Fossvogi árið 1993 þar sem veitt er læknisskoðun, ráðgjöf og sálfræðiþjónusta. Slíkar neyðarmóttökur hafa verið stofnaðar víða um heim en lítið er vitað um það hvernig þjónustunýting er á slíkum neyðarmóttökum. Markmiðið með þessari rannsókn var að kanna nýtingu á sálfræðiþjónustu Neyðarmóttökunnar á Landspítala. Þátttakendur voru allir þolendur (n=501) sem leituðu til Neyðarmóttökunnar árin 2007 til 2010 og var rannsóknin unnin út frá upplýsingum úr sjúkraskýrslum þolenda. Helstu niðurstöður voru að meirihluti þátttakenda eða 367 (73%) þáðu símtal frá sálfræðingi Neyðarmóttöku. Af þeim hlaut 141 áfallahjálp en rúmur helmingur þeirra sem þáði áfallahjálp þáði einnig frekari sálfræðimeðferð. Algengast var að þolendur sæktu á bilinu eitt til fjögur viðtöl hjá sálfræðingi Neyðarmóttöku en 93% þeirra sem þáðu þjónustu hlutu 20 viðtöl eða færri. Í ljós kom að þeir sem voru yngri og þeir sem höfðu fyrri áfallasögu voru líklegri til að þiggja þjónustu sálfræðings eða tilvísun annað. Af niðurstöðunum má ráða að þolendur kynferðisofbeldis eru áhugasamir um þjónustu sálfræðings í kjölfar komu á Neyðarmóttöku en fáir nýta sér þó þjónustuna.

Accepted: 
  • Jun 6, 2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/12054


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
GunnhildurRitgerðLokaLoka.pdf585.59 kBOpenHeildartextiPDFView/Open