is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Verkfræði- og náttúruvísindasvið > B.S. verkefni - Verkfræði- og náttúruvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/12055

Titill: 
  • Setgerð, landlögun og myndun árkeilunnar við Gígjökul
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Þann 14. apríl 2010 hófst eldgos í toppgíg Eyjafjallajökuls. Í kjölfar gossins brutust jökulhlaup undan Gígjökli, skriðjökuls sem fellur niður norðurhlíðar fjallsins. Gígjökull hefur hopað stöðugt frá 1995. Í kjölfarið á hopi jökulsins hafði myndast jökullón neðst í bæli hans. Þetta jökullón fylltist af seti í þremur jökulhlaupunum árið 2010 og myndaði árkeilu í lónstæðinu. Markmið þessarar rannsóknar er að gera grein fyrir setmyndun og landmótun árkeilunnar. Efsti hluti árkeilunnar er rúmlega 60 m ofar en yfirborð lónsins var áður. Hún er gerð að mestu leyti úr gosefnum ættuðum úr toppgíg Eyjafjallajökuls. Hún hefur tvær megin setásýndir, annars vegar grófa, lagsskipta, kornborna möl og hins vegar einsleita, kornborna möl. Fyrsta og stærsta kom niður undan jöklinum einungis nokkrum klukkustundum eftir að elgos hófst og hefur líklega verið yfirmettað af seti og ís. Það bar með sér gríðarstór björg og gróf töluvert magn af ís undir set (dauðís) sem bráðnar og myndar haugaruðning. Seinni tvö hlaupin voru nokkru minni og báru með sér mun minna af seti og ís. Þróun í seti er lítil innan rannsóknarsvæðisins og er vart greinanleg minnkun í kornastærðum eftir því sem neðar dregur á árkeilunni.

  • Útdráttur er á ensku

    On April 14th a volcanic eruption occurred in the caldera of Eyjafjallajökull a central volcano in south Iceland. Following the eruption a glacial outburst flood or jökulhlaup laden with suspended sediments, boulders and ice blocks rushed down Gígjökull, Eyjafjallajökull’s largest glacier tongue. Gígjökull has been retreating quite rapidly for the last 15 years and had left a pro-glacial lake at the at the glacier terminus inside the glaciers prominent end moraines, the second largest in Iceland. The three jökulhlaups filled the pro-glacial lake forming an outwash fan with sediments, rising over 60 meters above the previous water surface level. The aim of this research is to explain the formation of the outwash fan, its sediments and landforms. The sediments are mostly comprised of volcanic pumice and display two main sedimentary facies. One comprising of horizontally stratified, clast supported coarse gravel. The other, a massive un-stratified coarse gravel. Little evolution was seen in the sediments from the near-glacier end to the distal end. A large amount of ice was buried under the sediments and has been melting in the last two years forming kame & kettle topography in the near vicinity of the glacier. Ice blocks that weren’t completely buried melted and formed kettle holes. The glacial river has now proceeded in eroding several terraces into the outwash fan and will likely be in the near future along with the melting of dead ice the most active force in shaping the outwash fan.

Samþykkt: 
  • 6.6.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/12055


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
JB_LML.pdf3.26 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna