is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/12061

Titill: 
  • Samband uppeldis og tengsla barna við foreldra við upphafsaldur reglulegrar áfengisneyslu og fjölda vímuefnagreininga
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Efnisorð: 
Útdráttur: 
  • Hérlendis byrja ungmenni sífellt yngri að neyta áfengis reglulega. Skaðsemi áfengisneyslu er mikil og eru ungmenni hvorki líkamlega né andlega reiðubúin fyrir þau áhrif sem neysla hefur. Áhrif foreldra og forráðamanna geta verið mikil á áfengisneyslu barna og unglinga og dregið úr hættu sem fylgir áfengisneyslu, en þessir þættir eru meðal annars skoðaðir í rannsókninni. Markmið hennar er að kanna hvort aldur við upphaf reglulegrar áfengisneyslu (drekka einu sinni eða oftar í mánuði í 6 mánuði eða lengur) hafi áhrif á fjölda áfengisgreininga, en einnig hvort uppeldisaðferðir og samband foreldra og barns hafi áhrif á upphafsaldur reglulegrar áfengisneyslu. Gögnin voru aftursýn og fengin úr erfðarannsókn SÁÁ og Íslenskrar erfðagreiningar. Fjöldi þátttakenda var 1098 og meðalaldur þeirra var 51 ár. Tilgáturnar voru prófaðar með dreifigreiningu og sýndu niðurstöður að börn og unglingar sem byrja að neyta áfengis reglulega fyrir 15 ára hafa ekki marktækt færri áfengis- og vímuefnagreiningar í framtíðinni. Aðrar niðurstöður voru að upphafsaldur reglulegrar áfengisneyslu er marktækt hærri hjá börnum sem alast upp þar sem foreldrar, óháð kyni eru mátulega strangir heldur ekki nógu strangir, en upphafsaldur var einnig marktækt hærri þegar móðir var of stöng heldur en ekki nógu stöng. Þá kom einnig í ljós að upphafsaldur reglulegrar áfengineyslu var marktækt hærri hjá börnum sem töldu samband sitt við móður gott heldur en lélegt og að upphafsaldur var marktækt hærri þegar sambandið var framúrskarandi heldur en sæmilegt. Þá var upphafsaldur marktækt hærri hjá þeim sem töldu samband sitt við föður gott heldur en lélegt, en einnig þegar það var framúrskarandi frekar en sæmilegt eða lélegt. Því má segja, að upphafsaldur reglulegrar áfengisneyslu tengist uppeldisaðferð og gæðum sambands við foreldra, en hann tengist ekki alvarleika vímuefnavanda seinna á ævinni (fjölda vímuefnagreininga).

Samþykkt: 
  • 7.6.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/12061


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Hildigunnur.pdf600.36 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna