is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/12066

Titill: 
 • Stafar tannsmiðum hætta af starfi sínu? Könnun á öryggi og aðbúnaði á tannsmíðaverkstæðum á Íslandi árið 2012
 • Titill er á ensku Dental technicians: Does their work pose a risk to their safety and health?
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Ritgerð þessi er lokaverkefni höfunda til BS gráðu í tannsmíði við Heilbrigðisvísindasvið Háskóla Íslands vor 2012. Leitað var svara við rannsóknarspurningunni: Stafar tannsmiðum hætta af starfi sínu?
  Markmið rannsóknarinnar er að kanna öryggi og aðbúnað tannsmíðaverkstæða á Íslandi.
  Verkefnið er unnið með því hugarfari að vekja tannsmiði til umhugsunar um mikilvægi þess að vera meðvitaða um starfsumhverfi sitt og áhrif þess á heilsu og vellíðan þeirra.
  Megindleg rannsóknarsnið var notað við gerð rannsóknarinnar, spurningalisti með spurningum hvað varðar öryggismál og aðbúnað var sendur rafrænt á öll tannsmíðaverkstæði og tannlækna sem hafa starfandi tannsmiði hjá sér.
  Niðurstöður leiddu í ljós að margir verkstæðiseigendur sinna ekki þeirri skyldu sinni að fá eftirlit frá eldvarnar- og vinnueftirliti þó að reglur kveði á um að svo skuli vera. Flest verkstæðin komu ágætlega út varðandi persónuhlífar, þrif, slökkvitæki og vinnuaðstöðu, að því frátöldu að fleiri hefðu mátt vera með stinkskáp og frásog í gifsherbergi. Fjórðungur verkstæða var ekki með sjúkrakassa. Engin verkstæði voru með leiðbeiningar um neyðarviðbrögð við efnaóhöppum og slysum. Fáir eru bólusettir fyrir lifrarbólgu B og lítið er um að mát séu sótthreinsuð. Tæplega helmingur geymir eiturefni í sérstökum skápum. Um 70% gaskúta eru ekki festir eins og lög segja til um.
  Af niðurstöðum rannsóknarinnar má álykta að aðbúnaður á tannsmíðaverkstæðum sé á mörgum stöðum ábótavant hvað öryggi varðar þó að reglur séu til staðar um hvernig rekstri skuli háttað skv. Vinnueftirlitinu og stafar tannsmiðum hætta af því. Rannsóknin leiddi í ljós að tannsmiðum stafar hætta af vinnuumhverfi sínu.

 • Útdráttur er á ensku

  Abstract
  In this dissertation for a B.Sc. degree in Dental Technology from the Faculty of Odontology at the University of Iceland the authors aim to answer the question whether the work of dental technicians poses a risk to their health. The objective of the research is to examine the safety and ergonomics of dental technicians' laboratories in Iceland. The research aims at raising awareness amongst dental technicians concerning their working environment and its effect on their health and wellbeing. Quantitative methods were applied. An electronic questionnaire on safety and ergonomics was sent to all dental laboratories as well as to all dentists that employ dental technicians.
  The main findings are that despite the fact that regulations stipulate, many of those in charge of dental laboratories do not fulfil the obligation to call for visits from The Administration of Occupational Safety and Health nor for inspections regarding fire prevention. Work facilities were adequate in most of the laboratories as well as the use of personal protective equipment, fire extinguishers, and general cleanliness. However, more laboratories could have had fume cupboards and a dust extraction system in plaster rooms. A quarter of the laboratories did not have a first aid kit. No laboratories had any sort of instructions in case of accidents or chemical hazards. Very few dental technicians are immunized against hepatitis B and sterilization of casts are infrequent. Less than half of the laboratories keep their chemicals in a separate cabinet. Around 70% of gas cylinders were not fastened according to regulations.
  Findings from the research show that working conditions are not adequate, especially with regards to safety measures despite existing legislation under the Act on Working Conditions, Health and Safety in the Workplace to be enforced by Administration of Occupational Safety and Health. The research shows that the health and safety of dental technicians is at risk in their workplace.

Samþykkt: 
 • 7.6.2012
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/12066


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Berglind og elfa.pdf616.78 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna