is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/12070

Titill: 
 • Flogabreytingar í heilariti: Rannsókn á öllum heilaritum með flogabreytingar á Íslandi árin 2003-2004
Námsstig: 
 • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Inngangur. Heilaritið gegnir mikilvægu hlutverki í greiningu á flogaveiki. Óeðlileg mynstur í heilariti skiptast í óeðlilega hægbylgjuvirkni og flogabreytingar. Flogabreytingar eru skyndilegar breytingar sem skera sig frá bakgrunninum og tengjast oft flogum. Helstu gerðir flogabreytinga eru spikes, sharp waves og spike-and-wave complexar og eru þær útbreiddar eða staðbundnar í heilaritinu. Tilgangur rannsóknar var að fara yfir heilarit sem greinst hafa með flogabreytingar, skoða tengsl breytinganna við flogasögu og meta misræmi milli ólíkra lesara heilarita.
  Efniviður og aðferðir. Skoðuð voru öll heilarit sem tekin voru 2003-2004 og greinst höfðu með öruggar eða líklegar flogabreytingar. Flogabreytingarnar voru flokkaðar eftir gerð og staðsetningu. Skoðuð voru tengsl breytinganna við flogasögu. Metið var misræmi milli niðurstaðna við fyrsta úrlestur og við endurskoðun rita. Notast var við Excel og SAS og gerð Chi-square próf.
  Niðurstöður. Skoðuð voru 260 heilarit hjá 207 sjúklingum. Flogabreytingar voru staðfestar í 180 ritum (87%), staðbundnar flogabreytingar sáust í 97 ritum (53,9%) en generaliseraðar í 74 (41,1%). 89 sjúklingar með staðbundnar breytingar höfðu sögu um flog og voru flogin í 46 tilfellum staðflog (51,7%) en í 39 tilfellum alflog (41,6%). 70 sjúklingar með generaliseraðar flogabreytingar fengu í 58 tilfellum alflog (82,6%) en í 7 tilfellum staðflog (10,0%). Af 121 sjúkling á aldrinum 0-19 ára höfðu 57 generaliseraðar flogabreytingar (47,1%), en af 47 sjúklingum á aldrinum 20-89 ára höfðu 30 frontotemporal flogabreytingar (63,8%). Af þeim 169 flogabreytingum sem taldar höfðu verið öruggar við fyrsta úrlestur voru 14 (8,3%) ekki staðfestar við endurskoðun og 12 af þeim 27 sjúklingum (44%) þar sem flogabreytingar voru ekki staðfestar höfðu ekki farið aftur í heilarit að loknu rannsóknartímabili.
  Ályktanir. Rannsóknin er sú fyrsta sem gerð hefur verið á mynstri flogabreytinga í heilaritum heillar þjóðar. Algengastu flogabreytingar voru temporal spikes eða sharp waves. Staðbundnar flogabreytingar tengdust helst staðflogum og generaliseraðar alflogum. Yngri sjúklingar fengu helst generaliseraðar flogabreytingar en eldri frontotemporal flogabreytingar. Talsvert misræmi var á niðurstöðum mismunandi lesara heilarita og mætti endurtaka oftar rannsóknir sé vafamál hvort um flogabreytingar sé að ræða.

Samþykkt: 
 • 7.6.2012
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/12070


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
AnnaStef.pdf1.57 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna