is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/12080

Titill: 
 • Hlutur ósérhæfða ónæmiskerfisins í sérhæfingu CD8+ TSt frumna
 • Titill er á ensku Role of the innate immune system in the development of CD8+ TReg cells
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Inngangur: Bæling ónæmiskerfisins gegnir mikilvægu hlutverki í
  sjálfsofnæmissjúkdómum, líffæraflutningum og vörnum líkamans gegn bæði smitsjúkdómum og krabbameini. T stýrifrumur (TSt) gegna lykilhlutverki í viðhaldi samvægis (e. homeostasis) í líkamanum með því að bæla bólguviðbrögð og hindra frumuvöxt. Þáttur CD4+ TSt hefur verið rannsakaður mun meira en hlutverk CD8+ TSt. Markmið rannsóknar er að kanna þá þætti sem stjórna sérhæfingu og samskiptum CD8+ TSt við ósérhæfða ónæmiskerfið.
  Efniviður og aðferðir: Óþroskaðar manna CD8+ T-frumur skilgreindar sem CD25-CD45RA+ voru einangraðar úr einkjarna blóðfrumum og sáð á anti-CD3 húðaðar plötur með og án CD28, IL-2, TGF-β1, IL-1β, eða TNF-α. Bælivirkni frumnanna var metin í bælitilraun þar sem CD8+ TSt voru settar í samrækt með CFSE lituðum eikjarna blóðfrumum og súperantigen púlseruðum B-frumum. Frumufjölgun var svo metin með flæðifrumusjá.
  Sérhæfingarfærni óreyndra CD8+ T frumna í TSt var metin í angafrumulíkani. Svipgerð TSt var ákvörðuð sem CD8+CD127-CD25highFoxP3+ og greind með flæðifrumusjá.
  Niðurstöður: Tilvist CD8+ CD25high FoxP3+ TSt var staðreynd og reynist sérhæfing þeirra vera háð TGF-β1 og IL-2. Marktækt hærri sérhæfingar gætir þegar ósamgena þroskaðar angafrumur (mDC) eru til staðar meðan á sérhæfingarferli stendur (9.5%, p <0.03). Bælingarhæfni CD8+ TSt sýnir jákvæða fylgni milli fjölda þeirra og bælingargetu. Athyglisvert er að bólgumiðlarnir TNF-α og IL-1β hafa engin afgerandi neikvæð áhrif á sérhæfingarferil CD8+ TSt (%svipgerðar án IL-1β né TNF-α = 19.4%, með IL-1β = 18.0%, með TNF-α = 17.15%; p = n.s.). IL-1β virist þó hafa áhrif á bæligetu frumnanna (%skiptinga, TSt 15.2%,. TSt með IL-1β 22.3%; p < 0.05).
  Ályktanir: Niðurstöður sýna á afgerandi hátt tilvist CD8+ TSt í mönnum. Einnig er athyglisvert að sérhæfing þeirra er háð TGF-β1 og IL-2. Þar sem þær virðast vera þolnar gagnvart bólguáhrifum lykilboðefna ósértæka ónæmiskerfisins er hugsanlegt að þær geti
  gagnast í meðferð sjálfsofnæmissjúkdóma.

 • Útdráttur er á ensku

  Objective: Regulation of the immune system plays an important role in maintaining homeostasis in the human body. It´s role is of particular importance in autoimmune disorders, organ transplanting and the body’s defenses against pathogens and cancer. Recently growing interest is upon the role of CD8+ T regulatory cells (Tregs) in this context. The aim of this study was to evaluate the role of the innate immune system in CD8+ TRegs differentiation and its regulatory capacity.
  Material and methods: Naive human CD8+ T-cells, defined as CD25- CD45RA, were isolated and differ ntiated for five days in anti-CD3 coated plates with CD28, IL-2 and TGF-
  β1 with or without IL-1β or TNF-α. To evaluate their suppressive function, cells were cocultured with CFSE stained PBMC´s and superantigen pulsated B-cells. The CD8+ TRegs differentiation of naïve CD8+ T-cells was also tested in culture with allogeneic mature monocyte derived dendritic cells (mDC) with or without IL-2 and TGF-β1. Cells were analyzed by flow cytometry to access their phenotype. CD8+ TRegs phenotype was defined as CD8+ CD127- CD25high FoxP3+ (CD8+ iTRegs) Results: Exogenously added IL-1β and TNF-α did not suppress the differentiation of CD8+ iTRegs (%differentiated without IL-1β or TNF-α = 19.4% v.s. with IL-1β = 18.0% v.s. with TNF-α = 17.15%; p = n.s.). However the co-addition of IL-1β prevented iTRegs supressive function (%proliferating, iTRegs 15.2% v.s. iTRegs with IL-1β 22.3%; p < 0.05). Activation of naïve CD8+ T-cells with allogeneic mDC resulted in a significant differentiation of CD8+
  iTRegs (9.5%, p <0.03). In addition such differentiation was enhanced by the exogenous administration of IL-2 and TGF-β1 (% differentiated without IL-2/TGF-β19.5% v.s. with 15.9%). Finally mDC expression of CD80 and CD86 was significantly downregulated
  following CD8+ iTregs expansion.
  Conclusions: The study indicates that IL-1β and TNF-α do not affect CD8+ iTRegs differentiation. However it suggests that IL-1β may infer with its functionality. In addition, following stimulation with mDC significant proportion of nonresponding CD8+T-cells differentiate into iTRegs..This may enhance our understanding of the interplay of innate immunity in autoimmunity.

Samþykkt: 
 • 8.6.2012
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/12080


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Andri Leó Lemarquis-Hlutur ósérhæfða ónæmiskerfisins í þroskun CD8+ Tst frumna.pdf10.79 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna