is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Tónlistardeild / Department of Music > Lokaritgerðir / Theses (BA, B.Mus.) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/12083

Titill: 
  • Líf og listsköpun Jacques Ibert ásamt greiningu og samanburði á Pièce fyrir einleiksflautu og II. kafla í flautukonserti eftir Jacques Ibert
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð er farið yfir líf og listsköpun franska 20. aldar tónskáldsins Jacques Iberts. Tvö þekktustu þverflautuverk hans eru greind, annars vegar II. kafli úr flautukonserti hans og hins vegar verkið Pièce fyrir einleiksflautu. Verkin eru eins konar systkinaverk því verkið Pièce var samið upp úr flautukonsertinum. Í hlustun eru verkin áþekk en hljóðfæraskipan er mjög ólík. Því er áhugavert að skoða hvernig Ibert nær fram svo svipuðum áhrifum í verkunum. Farið er í hendinga- og stefjanotkun, notkun tóntegunda og tónmiðja og notkun ýmissa skala sem lita verkin. Einnig er farið í hrynnotkun í verkunum og uppbyggingu þeirra og framvindu. Heildarniðurstaða greiningarinnar er sú að verkin eru mjög lík í formi, uppbyggingu og tóntegunda- og hrynnotkun. Áhugavert er að sjá hverni Ibert yfirfærir konsert í einleiksverk. Gott dæmi um það er að finna í Flautukonsertinum, en þar nýtir Ibert sér mikinn fjölda hljóðfæra með fjöltóntegundum, en svarar því í Pièce með hröðum skiptingum á milli mismunandi skala.

Samþykkt: 
  • 8.6.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/12083


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerd.pdf1.24 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna