Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/12088
Í þessari ritgerð mun ég fjalla um Ný-barokk en það er hugtak sem notað hefur verið í nútímalegum skilningi fyrir barokk nútímans, Kelly A. Wacker er ein þeirra en hún veltir fyrir sér orðinu barokk og hvernig skilgreiningar á orðinu hafa breyst frá því að orðið var fyrst skilgreint. Ég mun skýra frá hugmyndum hennar í þessari ritgerð og einnig fjalla um skilgreiningar Uta Caspary, listsagnfræðings, en hún veltir fyrir sér tilkomu tækninnar og þeirri samþáttun sem hefur orðið með list og tækni. Einnig mun ég fjalla um hugmyndir, listfræðingsins, Sylviu Lavin en hún gaf út bókina Kissing Architecture árið 2010. Lavin leggur til að arkitektar og listamenn nýti krafta sína saman og séu óhræddir við að feta nýjar brautir. Jafnframt mun ég nýta mér skilgreiningar Miwon Kwon um list í almannarými. Ég þræði inn í umfjöllun mína þrjú verk sem öll eru staðsett í Reykjavík, verk sem snerta list og arkitektúr á einn eða annan hátt og setja þau inn í samhengi barokk nútímans.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Lokaritgerd.pdf | 388.37 kB | Lokaður | Heildartexti |