is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/12092

Titill: 
  • Aðkoma almennings að stjórnskipun Íslands
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Árið 1874 kom Kristján konungur IX til Íslands til að taka þátt í hátíðarhöldum sem efnt var til vegna 1000 ára afmælis Íslandsbyggðar. Íslendingar höfðu þá krafist sérstakrar stjónarskrár og í þessari ferð afhenti konungur Íslendingum það sem kallað var „Stjórnarskrá um hin sérstaklegu málefni Íslands“ Þessi stjórnarskrá er að stofni til sú sama og sú sem gildir í dag en deilt hefur verið um innihald hennar og efni alla tíð. Ágreiningur hefur skapast um einstakar greinar hennar og einnig hefur hefur verið deilt um hvort og þá hvernig staðið skuli að breytingum.
    Í ritgerð þessari verður þróun stjórnarskrárinnar skoðuð. Hver er saga hennar frá árinu 1874 til 2012. Hverjar eru helstu breytingarnar, hvernig hafa þær verið gerðar og hvernig á að gera þær? Hvaða hugmyndir aðrar sem lúta að breytingum hafa komið fram? Sérstaklega verður staldrað við árin 2009 – 2011 og hugmyndir þjóðfundar, stjórnlagaráðs og stjórnlagaþings skoðaðar. Auk þess sem rýnt verður í skrif fræðimanna á sviði stjórnskipunarréttar og skoðað hvort sú lýðræðislega tilraun að fá fulltrúa þjóðarinnar, leikmenn og lærða til að vinna að breytingum á Stjórnarskránni hafi tekist eins og til var ætlast. Einnig verður skoðað hvort og þá hvað hvað megi læra af þessari lýðræðislegu tilraun.

Athugasemdir: 
  • Verkefnið er lokað til 1.5.2014.
Samþykkt: 
  • 11.6.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/12092


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
egill_ba_ritgerd_2012.pdf374.06 kBOpinnPDFSkoða/Opna