is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/12093

Titill: 
  • Ber að lögfesta samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Einn þeirra alþjóðlegu samninga sem Ísland er aðili að er samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins. Hann var samþykktur af allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna árið 1989 og var fullgiltur fyrir Íslands hönd árið 1992. Samningurinn er afar víðtækur og sérstaða hans felst meðal annars í því að hann er fyrsti alþjóðlegi samningurinn sem kveður á um grundvallarmannréttindi barnsins. Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins verndar mjög stóran og viðkvæman hóp, sem eðli málsins samkvæmt er í mikilli þörf fyrir vernd og umhyggju. Með samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins er viðurkennt að barnið hafi sjálfstæð réttindi sem eru óháð vilja foreldra eða forráðamanna. Sökum tvíeðlis landsréttar og þjóðaréttar hefur samningurinn ekki lagagildi hér á landi, þrátt fyrir að vera fullgiltur. Af þessu leiðir að ekki er hægt að beita honum fyrir íslenskum dómstólum. Til þess að samningurinn öðlist lagagildi að íslenskum rétti þarf að lögfesta hann, líkt og gert var við mannréttindasáttmála Evrópu árið 1994. Í þessari ritgerð er ætlunin að komast að niðurstöðu um það hvort Íslandi beri að lögfesta samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins. Í nokkur ár hefur lögfesting hans staðið til, en af henni hefur þó ekki orðið þrátt fyrir að Alþingi hafi ítrekað samþykkt þingsályktunartillögur þess efnis. Fjallað verður um samninginn í sögulegu samhengi, farið verður yfir áhrif hans á íslenskan rétt og staða hans á öðrum Norðurlöndum könnuð. Þá verður leitast við að varpa ljósi á það hvað tefur lögfestingu samningsins hér á landi.

  • Útdráttur er á ensku

    Iceland is a Member State of the Convention on the Rights of the Child. The Convention was adopted by the United Nations General Assembly in 1989 and Iceland ratified it in 1992. The Convention on the Rights of the Child is the first international treaty dealing with fundamental human rights of the child. It protects a large and sensitive group of individuals, who are in great need of protection and care. The Convention on the Rights of the Child recognizes that the child has its own and seperate rights, independent of the will of its parents or custody holders. Because Iceland is a dualist country in its application of international law, the Convention does not have the status of law, despite being ratified. The Convention on the Rights of the Child is therefore not a source of law in Iceland. In order to achieve law status, Iceland needs implement the Convention, the same way the European Convention on Human Rights was implemented in 1994. The purpose of this thesis is to find out whether Iceland should implement the Convention on the Rights of the Child, or not. Implementation has been on the authorities agenda for several years, but has not yet taken place. The Convention will be examined in the light of historical development of human rights and its impact on Icelandic legislation will be explored. The status of the Convention in other Nordic countries will be discussed and finally it will be looked into what is delaying the implementation of the Convention in Iceland.

Samþykkt: 
  • 11.6.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/12093


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA_Final_m_forsidu.pdf965.53 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna