is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/12101

Titill: 
  • Sakhæfi og sakhæfisskortur : skilyrði sakhæfis og þau úrræði sem í boði eru fyrir ungmenni og ósakhæfa einstaklinga
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Samkvæmt íslenskum lögum þá er engum gert að sæta refsingu nema hann hafi gerst sekur um háttsemi sem var refsiverð samkvæmt lögum á þeim tíma þegar hún átti sér stað eða má fullkomlega jafna til slíkrar háttsemi. Sakhæfi er afdráttarlaust skilyrði einstaklinga að refsiábyrgð, en þá þarf einstaklingurinn að vera til þess hæfur og tekur það bæði til aldurs viðkomandi og andlegs ástands.
    Þessi ritgerð mun koma til með að fjalla um skilyrði sakhæfis og þau úrræði sem í boði eru.
    Sakhæfisaldur er 15 ár, sbr. 14. gr. almennra hegningarlaga. Ef einstaklingur undir þeim aldri fremur afbrot þá er honum eigi refsað þar sem talið er að refsing geti ekki borið þann árangur sem skyldi. Þau úrræði sem í boði eru fyrir einstaklinga undir sakhæfisaldri eru inngrip af hálfu barnverndarnefndar sem og meðferðarheimili fyrir börn undir 18 ára aldri. Einstaklingar á aldrinum 15-18 ára teljast sakhæf. Þau úrræði sem í boði eru fyrir sakhæf ungmenni eru skilorðsbundin ákærufrestun, skilorðsdómar, refsilækkun, samfélagsþjónusta og sáttamiðlun.
    Ástand það sem leysir einstaklinga undan refsiábyrgð er geðveiki, andlegur vanþroski, hrörnun, rænuskerðing eða annað samsvarandi ástand, sbr. 15. gr. almennra hegningarlaga. Ef veikin er ekki á eins háu stigi og greint er frá í 15. gr. þá er hægt að styðjast við 16. gr. sömu laga, en þá verður að kanna það hvort refsing geti borið árangur eða ekki. Það úrræði sem í boði er fyrir einstaklinga sem teljast ósakhæfir er öryggisgæsla skv. 62. gr. almennra hegningarlaga.
    Ekki hefur komið til álita að breyta sakhæfisaldri sbr. 14. gr. né gæðrænu sakhæfi sbr. 15.gr.

  • Útdráttur er á ensku

    According to Icelandic law no one is forced to be punished unless he has been guilty of a conduct that was punishable by law at the time when it occurred or may be fully equal to such conduct. Criminal responsibility is definite requirement of individuals to criminal liability, but the person needs to be qualified which includes both age and mental condition.
    This thesis will address the requirements for criminal responsibility and the resources available.
    A person is held responsible for a criminal act at the age of 15, cf. article 14 of the Penal Code. If a person under this age commits an offense, he would not be punished, it is believed that children under this age do not understand the nature and the consequences of punishment. The resources available for individuals under age is the intervention by the Child Protection Committee as well as treatment centers for children under 18 years of age. Individuals between the ages of 15- 18 years are considered qualified to be held responsible for their criminal offenses. The resources available for young persons are conditionally postponed prosecution, probation sentences, reduction of sentence, community service and mediation. The conditions that releases individuals from their criminal responsibility is insanity, mental retardation, deterioration, functional impairment, or other similiar condition, cf. article 15 of the Penal Code. If the disease is not on as high level as described in article 15, then it is possible to rely on article 16 of the same act, but then it must be evaluated whether punishment can be successful or not. The resources available for non- liable persons is secured surveillance, cf. article 62 of the Penal code.
    There have not been any forum regarding changes of the age of criminal responsibility, cf. article 14, or the conditions set out for non- liability, cf. article 15.

Athugasemdir: 
  • Verkefnið er lokað til 14.5.2024.
Samþykkt: 
  • 11.6.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/12101


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Sakhæfi og sakhæfisskortur.pdf424.54 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna