en English is Íslenska

Thesis (Bachelor's)

University of Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/12102

Title: 
  • Title is in Icelandic Lífsánægja unglinga sem eru of þung eða of feit
Degree: 
  • Bachelor's
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Eins og fram kemur í rannsóknum síðustu ára hafa ofþyngd og offita verið vaxandi vandamál hjá börnum og unglingum á Íslandi. Þetta vaxandi vandamál er í dag eitt alvarlegasta heilsufarsvandamál fullorðinna í vestrænum heimi. Til að mæla ofþyngd og offitu er notast við BMI þyngdarstuðulinn (kg/m2) sem er algengur mæli- og samanburðarkvarði. Einstaklingar sem mælast með BMI stuðul 25 til 29,9 eru í ofþyngd og þeir sem mælast með BMI 30 og yfir eru í offitu. Stuðst var við könnun sem gerð var árið 2009/2010 meðal 6., 8. og 10. bekkjar í 161 grunnskólum á Íslandi. Þátttakendur í könnuninni allri voru 11.813 talsins. Markmið þessarar rannsóknar er að skoða þá unglinga í 10. bekk sem falla undir skilgreininguna um ofþyngd og offitu. Notast var við unglinga sem voru í kjörþyngd til samanburðar. Í 10. bekk eru 3.818 unglingar, þar af er lokaúrtakið 2951 eða 77% af árganginum. Skoðuð eru tengsl þeirra við hversu auðveld samskipti þeirra eru við móður, föður og besta vin, hversu auðvelt er að fá umhyggju frá foreldri og lífsánægju. Til að mæla lífsánægju er notast við 11 bila kvarða, þar sem unglingurinn metur lífsánægju sína á bilinu núll til tíu. Núll táknar versta hugsanlega lífið og tíu besta hugsanlega lífið. Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu að það er marktækur munur á þessum þremur þyngdar flokkum í tengslum við lífsánægju þeirra og samband við foreldra og besta vin. Unglingar sem eru að mælast með hærri þyngdarstuðul eru að mælast með minni lífsánægju og í minni samskiptum við foreldra og besta vin.

Description: 
  • Description is in Icelandic Verkefnið er lokað til 9.6.2012.
Accepted: 
  • Jun 11, 2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/12102


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Lokaverkefnið.pdf595.34 kBOpenHeildartextiPDFView/Open