is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Verkfræði- og náttúruvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Verkfræði- og náttúruvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/12109

Titill: 
 • Greining landslags í skipulagsvinnu á Íslandi
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Landslag og skipulagsmál hafa í auknum mæli tengst saman í undanförnum árum. Í ýmsum skipulagsáætlunum hefur verið fjallað um landslag og þróaðar hafa verið mismunandi greiningar- og matsferðir, en engin ein aðferðafræði hefur orðið ráðandi.
  Markmið þessarar rannsóknar og eru tvenn. Hið fyrra felst í að gera úttekt á hvernig unnið hefur verið með landslag í skipulagsáætlunum og skoða hvaða forsendur og aðferðir hafa verið lagðar til grundvallar í þessum efnum undanfarin fimmtán ár. Seinna markmiðið er að gera tilraun með aðferðafræði til greiningar og mats á landslagi sem ekki hefur verið nýtt hér á landi til þessa.
  Fjórar skipulagsáætlanir voru valdar og farið skipulega yfir landslagsumfjöllun í þeim. Skoðað var hvernig skilningur á landslagshugtakinu hefur breyst og þróast. Einnig var greint hvort skýrri aðferðafræði hafði verið beitt til að greina landslag í áætlununum. Niðurstaðan er að forsendur og aðferðir varðandi landslag hafa breyst á þann veg að landslag tók upphaflega til náttúrufarlegra þátta og náttúruverndar. Í dag tekur landslag til jafnt til náttúrulegra og menningarlegra þátta auk þess að tengjast ólíkum landnotkunarflokkum.
  Gerð var tilraun til að laga LANDMAP-aðferðina frá Wales þannig að hún hentaði til notkunar hér á landi. Aðferðin var prófuð á Mýrum í Sveitarfélaginu Hornafirði. Aðferðafræðin sjálf krefst nákvæmra gagna, er sérfræðimiðuð og kostnaðarsöm. Notkun hennar við greiningu og mat á landslagi í skipulagsvinnu á Íslandi eru takmörk sett vegna þessa. Þrátt fyrir þessa annmarka er hægt að nýta niðurstöður landslagsgreiningarinnar í tengslum við aðalskipulag sveitarfélagsins.
  Lykilorð: landslag, skipulagsáætlanir, LANDMAP, Sveitarfélagið Hornafjörður

Samþykkt: 
 • 12.6.2012
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/12109


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Greining_landslags_í_skipulagsvinnu_á_Íslandi_lokaútgáfa.pdf4.37 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna

Athugsemd: Óheimilt er að afrita verkefnið að hluta eða í heild án leyfis höfundar hverju sinni.