is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/12119

Titill: 
  • Áhrif adrenalíns á samdrátt slagæðlinga í sjónhimnu
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Gláka hefur áhrif á lífsgæði margra og talið er að gláka orsaki 5% tilfella blindu á Íslandi. Gláka er flókinn hópur sjúkdóma þar sem margir þættir eru enn óútskýrðir. Markmið tilraunarinnar var að rannsaka áhrif adrenalíns á blóðflæði um augnbotn með dýramódeli, in vitro. Notast var við Myograph 410a við mælingar á smáæðum, þar sem æðarbútar úr augnbotni nautgripa voru þræddir upp á Myograph tækið og samdráttarstyrkur þeirra mældur. Niðurstöður tilraunarinnar leiddu í ljós að marktækur munur var á innra þvermáli æðarbútanna fyrir og eftir að mólstyrkur adrenalíns var færður upp í 10(-5) í baðinu sem æðarbútarnir lágu í. Það sýnir að hægt er að nota adrenalín til að framkalla samdrátt í æðarbútum æðahimnunnar þannig að hægt sé að kanna áhrif nýrra æðavirkra efna. Niðurstöður leiddu einnig í ljós að æskilegra gæti reynst að hafa mólstyrk adrenalíns í baðinu 10(-4) í stað 10(-5) áður en æðavirk efni væru prófuð. Einnig var skoðað hvort að magn aðlægs vefs hefði áhrif á samdrátt æðarbútanna, en talið var að því minna sem væri af aðliggjandi vef því meiri yrði samdráttarsvörun æðarbútanna. Niðurstöður sýndu hinsvegar að það var ekki marktæk fylgni milli magns af aðliggjandi vef og samdráttar. Í sumum tilfellum var talið að samdráttarsvörun æðarbútanna væri heldur slök og var því prófað að bæti við aukaskammt af adrenalíni eftir að fyrri skammtinum hafði verið seytt útí og mæling tekin. Aukaskammtarnir höfðu engin umframáhrif fram yfir upphaflega skammtinn, jafnvel þótt aukaskammturinn yki mólstyrk adrenlíns baðsins um allt að 350%. Það benti til þess að einungis gæfist eitt tækifæri til að framkalla samdrátt í æðarbút með notkun adrenalíns.

Samþykkt: 
  • 12.6.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/12119


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA ritgerð.pdf1.43 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna