is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/12124

Titill: 
  • Kynhegðun unglinga í 10. bekk á Íslandi : samskipti og lífsánægja
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Vegna vitsmunalegs vanþroska og óöryggis er meiri hætta á því að unglingar sem byrja að stunda kynlíf á fyrri hluta unglingsára (11-14 ára) leiðist út í áhættuhegðun tengda kynlífi heldur en þeir sem eldri eru. Tilgangur rannsóknarinnar var að skoða kynhegðun unglinga í 10. bekk á Íslandi í tengslum við samskipti við foreldra og lífsánægju þeirra. Rannsóknin var unnin úr fyrirliggjandi gögnum úr rannsókninni „Heilsa og lífskjör skólanema“ (HBSC – health behavior in school-aged children). Þátttakendur voru 3776 og var rannsóknin lögð fyrir í 161 skóla á landinu öllu. Niðurstöður sýndu að unglingar sem hafa haft samfarir eiga erfiðara með að ræða áhyggjur við móður (2 (4, N=3653)=49415, p0,05) og föður (2 (4, N=3652)=74,079, p0,05). Eftir því sem unglingar voru eldri við fyrstu samfarir fannst þeim auðveldara að ræða um það sem veldur þeim áhyggjum við móður (2(20,N=3646)=113,159, p0,05) og föður (2 (20, N=3645)=118,591, p0,05). Lífsánægja unglinga er meiri eftir því sem þeir eru eldri við fyrstu samfarir (2 (50, N=3753)=768,154, p0,05) og einnig er hún meiri hjá þeim sem hafa ekki stundað kynlíf heldur en hjá þeim sem hafa gert það t(3686)=7,431, p0,05. Unglingar sem hafa haft samfarir eru oftar daprir en þeir sem ekki hafa haft samfarir ásamt því að eftir því sem unglingar eru eldri við fyrstu samfarir því sjaldnar eru þeir daprir.

  • Útdráttur er á ensku

    Because of intellectual immaturity and insecurity, adolescents who initiate sexual intercourse in early adolescence are in greater danger of participating in sexual risk-behaviors than adolescents who postpone intercourse until 15 years of age or later. The main purpose of this study was to examine sexual behavior of adolescents in 10th grade in Iceland in relation to communication with parents and their satisfaction with life. This study was processed from available data from the study „Health behavior in school-aged children“ (HBSC). Participants were 3776 and the study presented 161 schools throughout the country. Results showed that adolescents who have had sexual intercourse find it more difficult to talk about what worries them to their mother (2(4, N=3653) = 49415, p0,05) and their father (2(4,N=3652) = 74,079, p0,05). It was easier for them to talk to their mother (2(20,N=3646) = 113,159, p0,05) and father (2 (20, N=3645)=118,591, p0,05) about their worries in relation to age of first intercourse. The adolescents´ life satisfaction was greater depending on the age of their first intercourse (2 (50, N=3753) = 768,154, p0,05) and it was also greater for those adolescents who did not have sexual intercourse than those who had (t(3686)=7,431, p0,05). Melancholy was more common with those who had sexual intercourse experience than who hadn’t.

Samþykkt: 
  • 12.6.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/12124


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaverkefni- BA- Halla Ólöf Jónsdóttir.pdf344.39 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna

Athugsemd: Kynhegðun unglinga í 10. bekk á Íslandi: Samskipti og lífsánægja