is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/12128

Titill: 
 • Litningabreytingar í ættlægum B-eitilfrumumeinum
 • Titill er á ensku Chromosomal changes in familial paraproteinemia
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Inngangur: Einstofna mótefnahækkun (MG) orsakast af óeðlilegri fjölgun og þroskun eins stofns af B-eitilfrumum. MG getur bæði verið án illkynja einkenna og kallast þá MGUS eða illkynja sem mergæxli (MM) eða Waldenström´s macroglobulinemia (WM). Mótefnið (Ig) getur verið af IgM, IgG eða IgA gerð. En það fer eftir því hvort mótefnahækkunin verður fyrir eða eftir flokkaskipti. Algengi MG eykst með aldri og líkurnar á því að MGUS þróist yfir í illkynja sjúkdóm er um 1-1,5% á ári. IgM-MGUS er líklegra til að þróast yfir í WM en IgG- og IgA-MGUS líklegra til að þróast í MM. Fjölskyldur með ættlæg MG falla í þessa tvo hópa sem bendir til ólíks erfðabakgrunns sjúkdómanna. Ýmsar erfðamengisbreytingar sem verða við illkynja þróun MGUS eru þekktar. Yfirfærslur þar sem þunga keðja ónæmisglóbúlína á litningi 14q32.3 tekur þátt og óstöðugleiki í erfðaefni t.d. tap á litningum er algengt í mergæxlum en ekki í WM. Erfðamengisbreytingar sem eiga sér stað við þróun MGUS eru lítið þekktar.
  Ættlægri tilhneigingu til einstofna mótefnahækkunar (þ.e. yfir tvö tilfelli MG) í yfir 130 fjölskyldum, um allan heim, hefur verið lýst í ritrýndum heimildum. Samkvæmt heimildum eru fyrsta stigs ættingjar MGUS sjúklinga í þrefaldri áhættu á að þróa með sér mergæxli og tvöfaldri áhættu á að þróa með sér WM. Íslenskri fjölskyldu með háa tíðni MG var fyrst lýst árið 1978. Kom þá í ljós að þriðjungur heilbrigðra einstaklinga innan fjölskyldunnar hafði ofursvarandi B-eitilfrumur. B-eitilfrumurnar framleiddu marktækt meira ónæmisglóbúlín en B-eitilfrumur viðmiða eftir mítógen örvun in vitro. Ofursvarandi B-eitilfrumur lifðu einnig lengur í rækt og var það tengt framlengdri tjáningu Bcl-2.
  Til viðbótar við þessa fjölskyldu hafa 7 aðrar með háa tíðni MG fundist á Íslandi. Í þremur þeirra hafa fundist einstaklingar með ofursvarandi B-eitilfrumur. Í þeim fjölskyldum þar sem ofursvarandi B-eitilfrumur hafa greinst, finnast bæði tilfelli mergæxla og IgM MGUS og/eða WM.
  Tilgangur þessa verkefnis var að skima fyrir litningayfirfærslum með þátttöku þungu keðju ónæmisglóbúlína og smærri erfðamengisbreytingum í B-eitilfrumum úr blóði ofursvara, skyldra viðmiða og óskyldra viðmiða.
  Efni og aðferðir: Hefðbundinni litningagreiningu var beitt á B-eitilfrumur eftir 7 eða 14 daga í rækt í kímstöðvarlíkani in vitro til að skima fyrir stórum fjölda- og/eða byggingarbreytingum litninga. Skimað var fyrir broti á litningi 14q32.3 með millifasa-flúrljómun litninga (FISH). Samanburðargreining erfðamengja á örflögu (array-CGH) var gerð á einangruðu DNA úr B-eitilfrumum og borið saman við kornfrumur úr hverjum einstaklingi. Notaðar voru 12 sýna örflögur með 135.000 þreifurum sem dreifast um allt erfðamengi mannsins.
  Niðurstöður: Hefðbundnar litningagreiningar og flúrljómun litninga sýndu engan marktækan mun á milli ofursvara og viðmiða. Samanburðargreining á örflögu sýndi breytingar á svæðum ónæmisglóbúlína eins og við var að búast. Viðbætur og úrfellingar í B-eitilfrumum miðað við kornfrumur sáust dreift um allt erfðamengið, væntanlega vegna punktstökkbreytinga í kímstöðvarhvarfi. Marktækt færri viðbætur voru í ofursvörum miðað við viðmið á 8 litningum.
  Ályktanir: þessar niðurstöður eru samhljóma þeirri tilhneigingu einstaklinga fjölskyldnanna til að þróa með sér WM fremur en mergæxli, þ.e. aukin tíðni yfirfærslna með þátttöku þungu keðju ónæmisglóbúlína er ekki til staðar og lítil virkni kímstöðvar kemur fram sem færri punktstökkbreytingar.

 • Útdráttur er á ensku

  Background: Monoclonal Gammopathy (MG) is caused by expansion of a single clone of B-lymphocytes. MG can be pre-malignant (MGUS) or malignant (multiple myeloma (MM), Waldenström’s macroglobulinemia (WM)). The immunoglobulin produced can be of IgM, IgG or IgA type, depending on whether the clonal expansion has taken place after class switching. The incidence of MG increases with age and the probability of progression from MGUS to malignancy is about 1-1.5% each year. IgM-MGUS is more likely to become WM but IgG- or IgA-MGUS can lead to MM. Families with multiple MG cases fall into these two categories, indicating different genetic backgrounds. Some genomic changes in the progression from MGUS to malignancy have been identified. Translocations involving the IgH locus on chromosome 14q32.3 and genomic instability, including chromosome losses are prevalent in MM but not WM. Little is known about genomic changes that lead to MGUS.
  More than 130 families worldwide with multiple cases of MGUS, with or without MM or WM have been reported. Based on published information, first degree relatives of MGUS patients have a three-fold risk of developing MM and a two-fold risk of developing WM. An Icelandic family with high prevalence of MG was first reported in 1978. One third of healthy individuals in this family had hyper-responsive B-cells, producing significantly more Ig than B-cells from controls following mitogen-stimulation in vitro. The hyper-responsive B-cells survived over longer time in culture and showed prolonged expression of Bcl-2.
  Seven more families have been found in Iceland with high prevalence of MG and in three of these hyper- responders (HR) were identified. All four families with HR contain cases of both MM and IgM-MGUS and/or WM.
  The aim of this study was to screen for chromosomal translocations and smaller genetic changes in peripheral blood B-cells from HR, related and unrelated controls.
  Methods: Conventional cytogenetic analysis was done on metaphases after culture for 7 or 14 days in an in vitro model of the germinal centre reaction. Breaks on chromosome 14q32.3 were detected by interphase-FISH (Fluoricence in situ hybridization). Array-CGH (Comparative Genome Hybridization) was performed on isolated DNA from each person, screening for loss or gain in B-cells DNA vs. granulocytes by using 135.000 probes throughout the genome.
  Results: Conventional cytogenetic and FISH analysis did not show any significant differences between HR and controls. CGH analysis detected changes in Ig-genes in B-cells as expected. In addition, all B-cell samples showed marked gains and losses throughout the genome, presumably reflecting random effects of hypermutations during the germinal centre reaction. Significantly fewer gains were detected in HR vs. controls on 8 chromosomes.
  Conclusions: These results are consistent with a tendency in the families towards developing WM rather than MM, with no evidence of excess IgH translocations but indications of relatively low germinal centre activity.

Samþykkt: 
 • 12.6.2012
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/12128


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
loaritgerdpdf.pdf2.2 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna