is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Listaháskóli Íslands > Listkennsludeild / Department of Arts Education > Lokaritgerðir / Theses (MA, M.Art.Ed.) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/12136

Titill: 
 • Námsefni í listdansi fyrir 9 - 11 ára stúlkur og drengi :einstaklingsmiðað og markvisst nám með hliðsjón af Aðalnámskrá listdansskóla : grunnám 2006
Námsstig: 
 • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Þetta lokaverkefni til meistaragráðu í listkennslu, á sérsviðinu dans, er í tveimur hlutum. Annars vegar er námsefni fyrir nemendur á listdansbraut, sem unnið er út frá aðalnámskrá listdansskóla 2006 fyrir grunnskólastig. Hinsvegar fræðileg ritgerð sem fjallar um hugmyndafræði og kenningar, sem liggja til grundvallar þeim áherslum sem er að finna í námsefninu.
  Ég hef samið námsbók fyrir aldurshópinn níu til ellefu ára. Markmiðið með gerð námsbókarinnar er að bæta úr brýnni þörf, þar sem ekkert sambærilegt námsefni er til á íslensku. Ég vil aðstoða nemendur við að auka skilning og færni í listdansnámi sínu og jafnframt stuðla að sjálfstæði þeirra í rýni, hugsun og sköpun. Námsbókinni er ætlað að dýpka listdansnámið og styrkja undirstöðu og færni nemenda. Hún er skrifuð með það fyrir augum að efla nemendur og stuðla að sjálfsstyrkingu þeirra, þannig að skilningur nemenda á listdansi vaxi, dafni og verði góð undirstaða fyrir það stig sem nær yfir aldursbilið tólf til fimmtán ára.

 • Útdráttur er á ensku

  This thesis for a master's degree in art education in the specialty area of dance is in two parts. Firstly, there is curriculum material in the form of a study book for dance students ages nine to eleven on the dance track, which is laid out by the National Curriculum Guide for lower secondary schools of ballet education 2006. Secondly, a theoretical paper which discusses the concepts and theories underlying the main points contained in the curriculum material.
  I have written a study book for the age group nine to eleven. Main purpose of the study book is to compensate for the lack, but nothing equivalent exist in Icelandic and assist students with a greater understanding of dance studies as well as promoting their independence in focus, thought and creativity.
  The material covered in the study book should deepen the dance program and foster a stronger foundation in the skills of students. The book is written with a view to enhancing the students and promote their empowerment, so that learners extend their learning, to grow and develop in preparation for the higher grades ages twelve to fifteen, in education in dance.

Samþykkt: 
 • 13.6.2012
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/12136


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerd.pdf265.41 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Fylgiskjal.pdf1.82 MBLokaðurFylgiskjölPDF