Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/1214
Verkefnið fjallar um áhættustýringu á olíu (e. hedging) með notkun
afleiða (e. derivatives) í rekstri íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja.
Verkefnið hefst á almennri umfjöllun um áhættuþætti í sjávarútvegi og
olíumarkaðinn. Næst er fræðileg umfjöllun um notkun afleiðna sem
áhættuvörn og hvaða fjármálaafurðir séu í boði á framvirka
olíumarkaðinum.
Með notkun áhættuvarna er hægt að minnka sveiflur í rekstri fyrirtækja
og þar með bæta afkomu. Íslensk sjávarútvegsfyrirtæki búa við
töluverða óvissu, þ.m.t óvissa um olíuverð. Miklar sveiflur í olíuverði
geta haft áhrif á afkomu útgerðarfyrirtækja, þar sem olíukostnaður er
einn af stærstu kostnaðarliðum. Olíuverð hefur ekki eins afgerandi áhrif
á sjávarútvegsfyrirtæki sem eru með fleiri rekstrareiningar á breiðari
sviði, en þó er mikilvægt að rekstrareiningarnar standi undir sér.
Hannað var líkan til að meta ávinning af áhættuvörn á olíumarkaði og
því svo beitt við raunverulegar aðstæður. Samherji hf. var tekinn sem
dæmi og líkaninu beitt á söguleg gögn úr rekstri Samherja hf. yfir
tímabilið 2003-2006. Niðurstaðan var sú að mögulegt er að lágmarka
olíukostnað Samherja hf. með því að notast við afleiður.
Lykilorð: Afleiður, áhættuvarnir, olíuverðsáhætta, sjávarútvegsfyrirtæki
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Lágmörkun oliukostnaðar með notkun afleiðna.pdf | 566.77 kB | Opinn | Lágmörkun - heild | Skoða/Opna | |
efnisyfirlit.pdf | 56.39 kB | Opinn | Lágmörkun - efnisyfirlit | Skoða/Opna | |
Heimildaskrá.pdf | 78.11 kB | Opinn | Lágmörkun - heimildaskrá | Skoða/Opna | |
útdráttur.pdf | 70.07 kB | Opinn | Lágmörkun - útdráttur | Skoða/Opna | |
Viðaukar.xls | 88 kB | Opinn | Lágmörkun - viðaukar1 | Microsoft Excel | Skoða/Opna |
Vilnanir-líkan.xls | 7.71 MB | Opinn | Lágmörkun - viðaukar2 | Microsoft Excel | Skoða/Opna |
Framvirkir samningar-líkan.xls | 5.77 MB | Opinn | Lágmörkun - viðaukar3 | Microsoft Excel | Skoða/Opna |