Please use this identifier to cite or link to this item: https://hdl.handle.net/1946/12140
Vönduð og fagleg blaðamennska er ekki ókeypis. Í kjölfar bankahrunsins komu í ljós ýmsir annmarkar á starfi fjölmiðla sem þeir hafa allar götur síðan unnið að því að leiðrétta. Einn af þeim annmörkum er að fréttaefni er talið yfirborðskenndara í dag en áður. Er vísað til þess að vegna uppsagna á starfsfólki og þrengri fjárhags er gerð mikil krafa um aukin afköst og fljótari afgreiðslu frétta. Í kjölfarið hefur ítarlegri og nákvæmari blaðamennska fengið að víkja. Í þessari bakkalársritgerð í fjölmiðlafræði – Að velta við hverjum steini: úttekt á íslenskri rannsóknarblaðamennsku – er gerð megindleg og eigindleg rannsókn á stöðu íslenskrar rannsóknarblaðamennsku og skoðað hvort hún sé að styrkjast eða veikjast. Ritgerðin hefst á fræðilegri umfjöllun um fjölmiðla og þróun rannsóknarblaðamennsku, en í síðari hluta verða niðurstöður rannsóknarinnar skoðaðar og rýnt í þýðingu þeirra. Markmið rannsóknarinnar er að fá gott yfirlit yfir viðhorf íslenskra blaða- og fréttamanna gagnvart rannsóknarblaðamennsku og jafnframt að skapa greininni fræðilegan grunn sem hingað til hefur ekki verið til staðar. Þátttakendur í rannsókninni eru 20 blaða- og fréttamenn sem tilnefndir hafa verið til verðlauna fyrir rannsóknarblaðamennsku ársins hjá Blaðamannafélagi Íslands.
The quality of professional journalism does not come cheap. In the aftermath of the collapse of the icelandic banks, serveral flaws of the media were highlighted, which the media has since worked hard to rectify. One of those flaws is that daily reporting has become more shallow, which in daily discussion has been linked to the fact that fewer journalist are employed than before. In return, the companies tend to put pressure on their staff to deliver news entries more quickly, which prevents a more extensive research on the matter at hand. The purpose of this BA essay in Media Studies is to do an assessment of Icelandic investigative reporting from both a quantitative and qualitative point of view; its status and whether it´s about to strengthen or weaken. The assessment starts with a studied discussion of the media and the progress of investigative journalism. In the second half the conclusion of the assessment and it´s meaning is scrutinized. The objective of the assessment is to get a good overview of the opinions of Icelandic reporters towards research journalism, along with the aim of creating a professional foundation that hitherto has not been available. The participants of the study are 20 reporters that have been nominated for an award by the Icelandic Press Association (Blaðamannafélag Íslands) for investigative journalism.
Filename | Size | Visibility | Description | Format | |
---|---|---|---|---|---|
BA_Final.pdf | 984,89 kB | Open | Heildartexti | View/Open |