is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/12142

Titill: 
  • Kynin í fréttatímum Stöðvar 2 og RÚV : hafa konur jafn mikið vægi og karlar í sjónvarpsfréttum?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Viðfangsefni þessarar rannsóknar var að varpa ljósi á hversu mikið pláss og tíma konur fá, samanborið við karla, í sjónvarpsfréttum á Íslandi. Einnig var rannsakað hvernig fréttir kynin flytja og hvort munur væri þar á. Rannsóknin var gerð í apríl 2012 og náði yfir tímabilið 2. apríl til 15. apríl 2012. Við rannsóknina var stuðst við sjónvarpsfréttatíma Stöðvar 2 og RÚV. Í úrtakinu voru 142 fréttir. Gagnasöfnun fór þannig fram að fréttir voru greindar eftir fyrirfram ákveðnu skemablaði. Þar voru fréttir flokkaðar eftir kyni fréttamanns, viðmælenda og tíminn mældur sem viðmælandi fékk í mynd. Jafnframt var fréttunum skipt niður í 6 efnisflokka eftir innihaldi þeirra.
    Niðurstöður leiddu í ljós að konur fá mun minna pláss en karlar í sjónvarpsfréttum í heildina. Þær eru sjaldnar viðmælendur, fá minni tíma í mynd og í samræmi við það eru hlutfall þeirra minna í öllum efnisflokkum. Í sjónvarpsfréttum Stöðvar 2 voru konur þó í meirihluta sem fréttamenn og þulir og var það eina dæmið þar sem hlutfall kvenna var hærra en karla. Gögnin voru sett upp í Excel til að fá hlutfall og mun milli flokka.

Samþykkt: 
  • 13.6.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/12142


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA-ritgerð-gudrun.pdf517.38 kBOpinnPDFSkoða/Opna