en English is Íslenska

Thesis University of Iceland > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/12146

Title: 
 • Title is in Icelandic Sveigjanlegur vinnutími: Áhrif sveigjanlegs vinnutíma á örmögnun og togstreitu á milli vinnu og einkalífs
Submitted: 
 • October 2012
Abstract: 
 • Abstract is in Icelandic

  Í þessari rannsókn verða skoðuð áhrif sveigjanlegs vinnutíma á örmögnun og togstreitu á milli vinnu og einkalífs. Vinnutímafyrirkomulagi má skipta upp í starfstengd úrræði og starfstengdar kvaðir allt eftir því hvort fyrirkomulagið sé til hagsbóta fyrir starfsmenn eða ekki. Þess má geta að tímakvöðum (vinnutímafyrirkomulagi sem er ósveigjanlegt með hliðsjón af þörfum starfsmanna) og þáttum sem teljast til tímasjálfræðis
  (vinnutímafyrirkomulags sem er sveigjanlegt með hliðsjón af þörfum starfsmanna) má skipta í óteljandi flokka. Hér í rannsókninni verður einungis litið til nokkurra algengra afbrigða hvors um sig.
  Spurningalisti sem innihélt spurningar um starfsfyrirkomulag, örmögnun og togstreitu á milli vinnu og einkalífs var lagður fyrir 179 starfsmenn hjá fimm fyrirtækjum. Þar af svöruðu 127 einstaklingar spurningalistanum og því var svarhlutfall 71%.
  Tilgátur rannsóknarinnar voru þrjár. Tilgáta 1 var eftirfarandi: munur er á örmögnun á milli þeirra starfsmanna sem njóta tímasjálfræðis og þeirra sem starfa undir tímakvöðum. Skoðaðar voru sjö tegundir tímakvaða og tímasjálfræðis og áhrif þeirra á örmögnun. Tilgátan var studd að hluta til. Tilgáta 2 var eftirfarandi: munur er á togstreitu á milli vinnu og einkalífs hjá þeim starfsmönnum sem njóta tímasjálfræðis og þeim sem starfa undir tímakvöðum. Skoðaðar voru sex tegundir tímakvaða og tímasjálfræðis og áhrif þeirra á togstreitu á milli vinnu og einkalífs. Tilgátan var studd að hluta til. Þriðja og síðasta tilgátan var eftirfarandi: munur er á togstreitu á milli vinnu og einkalífs hjá þeim starfsmönnum sem þurfa að sinna starfstengdum verkefnum heima við og þeim sem þurfa þess ekki. Meðaltogstreita á milli vinnu og einkalífs var borin saman á milli þeirra sem þurfa að sinna starfstengdum heimaverkefnum og þeirra sem þurfa ekki að gera það. Ekki fengust tölfræðilega marktækar niðurstöður til þess að styðja tilgátuna.

Description: 
 • Description is in Icelandic Ritgerðin er lokuð í tvö ár (til 2014) að beiðni leiðbeinanda, deildarforseta og kennslusviðs.
Accepted: 
 • Jun 14, 2012
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/12146


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Lokalokalokaritgerð.pdf1.26 MBOpenHeildartextiPDFView/Open