Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/12149
Krabbameinssjúklingar þurfa á endurhæfingu að halda á öllum stigum sjúkdómsferlisins en komið hefur í ljós að þeirri þörf er ekki alltaf mætt. Lengst af hefur lítil áhersla verið á endurhæfingu krabbameinssjúklinga en þeim mun meira lagt upp úr því að leita að lækningu. Það var ekki fyrr en á seinni hluta tuttugustu aldar sem farið var að átta sig á mikilvægi endurhæfingar fyrir krabbameinssjúklinga.
Tilgangur þessarar fræðilegu samantektar er að lýsa endurhæfingarþörfum krabbameinssjúklinga og skoða hvort hreyfing sem endurhæfingarúrræði hefði áhrif á þreytu og lífsgæði hjá einstaklingum með krabbamein. Eftirfarandi rannsóknarspurningar eru settar fram: 1. Hverjar eru endurhæfingarþarfir krabbameinssjúklinga? 2. Hver eru áhrif endurhæfingarúrræðisins hreyfingar á þreytu og lífsgæði krabbameinssjúklinga? Leitað var í gagnasöfnum ScienceDirect, Google Scholar, Cinahl (EBSCOhost) og Scopus. Reynt var að takmarka leitina við árin 1999 – 2011 og fundust 40 greinar sem voru notaðar til að svara rannsóknarspurningunum.
Helstu niðurstöður sýna að mikil þörf er fyrir endurhæfingu krabbameinssjúklinga. Hreyfing er mikilvægur hluti endurhæfingar og hæfileg og markviss þjálfun dregur úr þreytu hjá krabbameinssjúklingum og eykur lífsgæði. Hjúkrunarfræðingar eru í góðri stöðu til að kynna og fræða sjúklinga um endurhæfingu vegna þess að þeir hafa hvað mestu samskipti við sjúklinga á öllum stigum og í gegnum allt sjúkdómsferlið.
Lykilorð: krabbamein, endurhæfing, endurhæfingarþörf, hreyfing, þreyta, lífsgæði
Abstract
Cancer patients require rehabilitation during all phases of the disease however this need is not always met. Rehabilitation of cancer patients was often neglected in the search for a cure for cancer. It was only in the latter half of the 20th century that the importance of reha-bilitation became apparent.
The objective of this theoretical summary was to explore the need for rehabilitation for cancer patients in addition to examining the effects of exercise on fatigue and quality of life. The following questions were the base for this research: 1. What are the rehabilitation needs of cancer patients? 2. What are the effects of exercising for the cancer patient with respect to fatigue and quality of life? Sources of information were Science Direct, Google Scholar, Cinahl (EBSCOhost) and Scopus. The search was limited to the years 1999-2011 and 40 articles were found that were used to answer the research questions.
Results indicate that cancer patients have a great need for rehabilitation. Exercise is an important factor in rehabilitating cancer patients. Moderate and properly organized exer-cise will reduce fatigue and improve quality of life for these patients. Nurses are in a key position to inform and educate patients about rehabilitation needs because of their close and continuous contact with patients during all phases of their recovery.
Key words: cancer, rehabilitation, rehabilitation needs, exercise, fatigue, quality of life
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Lokaritgerð_Vala og Elsa.pdf | 226.88 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |