en English is Íslenska

Thesis University of Iceland > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/12153

Title: 
 • is Hlutverk hjúkrunarfræðinga í endurlífgun barna. Fræðileg úttekt og vettvangsathugun
Submitted: 
 • June 2012
Abstract: 
 • is

  Tilgangur var að greina heimildir um endurlífgun barna og hlutverk hjúkrunarfræðinga og bera þær saman við íslenskar aðstæður. Rannsóknin er annars vegar heimildagreining og hins vegar vettvangsathugun. Úrtakið er fræðileg umræða sem aðgengileg er í rituðum og munnlegum heimildum um hlutverk hjúkrunarfræðinga í endurlífgun barna. Vettvangsathugun var framkvæmd með samtölum við hjúkrunarfræðinga og lækna á bráða-móttöku barna. Tilgangurinn var að fá fram sjónarhorn fagfólks með reynslu í endurlífgun barna og bera hann saman við fræðilegar heimildir.
  Í niðurstöðum rituðu heimildanna kom fram að endurlífgun barna er ekki algeng. Börn fara oftast fyrst í öndunarstopp og hjartastopp fylgir í kjölfarið. Helsta hlutverk almennra hjúkrunarfræðinga er að hefja grunnendurlífgun strax og viðhalda henni þar til sér-hæfð aðstoð berst. Hinn almenni hjúkrunarfræðingur er hluti af endurlífgunarteymi og sér meðal annars um lyfja- og vökvagjafir, skráningu og stuðning við foreldra. Foreldrar trúa því að viðvera þeirra styðji barnið í þessum aðstæðum og það hjálpar þeim að vinna úr sorgarferli takist endurlífgun ekki. Samtöl við hjúkrunarfræðinga og lækna á bráðamóttöku barna styðja þessar niðurstöður og gefa góða sýn á hversu víðfemt hlutverk hjúkrunarfræðinga er í endurlífgun barna.
  Lykilorð: Endurlífgun barna, hjúkrunarfræðingar, foreldrar, þjálfun, orsök, klínískar leiðbeiningar.

Accepted: 
 • Jun 18, 2012
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/12153


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
BS-verkefni-Sólrún Mary og Hildur Björk_pdf.pdf741.58 kBOpenHeildartextiPDFView/Open