Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/12154
Krabbamein og krabbameinsmeðferð veldur miklum breytingum á lífi og lífsgæðum einstaklinga. Eitt af því sem verður fyrir miklum áhrifum er kynlífsheilbrigði og kynlíf fólks. Um helmingur greindra krabbameinssjúklinga eiga við kynlífsvandamál að stríða er það með algengustu langtímavandamálum þeirra. Heilbrigðisstarfsfólk á oft erfitt með að ræða kynlífsvandamál sjúklinga. Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna reynslu hjúkrunarfræðinga og lækna af því að ræða um kynlíf og kynlífsheilbrigði og hvaða þættir hindruðu slíkar samræður.
Aðferð: Gerð var rafræn þversniðskönnun meðal hjúkrunarfræðinga og lækna á Landspítalanum í janúar 2011. Notaður var spurningalisti sem hafði verið þýddur úr finnsku. Könnunin var send til 156 hjúkrunarfræðinga og 47 lækna sem störfuðu með krabbameinssjúklingum á lyflækninga-, skurðlækninga- og kvenlækningasviði.
Niðurstöður: Læknar spurðu og ræddu mun oftar við skjólstæðinga sína um kynlíf og kynlífsheilbrigði en hjúkrunarfræðingar. Það sem einkum hindraði hjúkrunarfræðinga að ræða um kynlíf og kynlífsheilbrigði var skortur á þekkingu og þjálfun. Alls sögðust 50% hjúkrunarfræðinga og 27% lækna ekki hafa nægjanlega þekkingu og 79% hjúkrunarfræðinga og 42% læknar sögðust skorta þjálfun til að ræða slík mál.
Ályktun: Niðurstöður rannsóknarinnar voru sambærilegar niðurstöðum erlenda rannsókna. Það eru frekar hjúkrunarfræðingar en læknar sem veigra sér við því að ræða um kynlíf og kynlífsheilbrigði. Þetta málefni er enn í dag erfitt að ræða og er því þörf á frekari fræðslu og þjálfun á þessu sviði, einkum fyrir hjúkrunarfræðinga.
Lykilorð: kynlíf, kynheilbrigði, kynlífsheilbrigði, krabbamein, nánd, tjáskipti.
Cancer and cancer treatment causes many changes in the lives of cancer patients.
Patients’ sex life and sexual health is one of the things that is greatly affected. Approximately half of those diagnosed with cancer experience problems with their sex life, which is one of the main long term consequences they face.
Health care workers often find it difficult to discuss patients’ sexual problems with them. The aim of this study is to examine the experience of health care workers in talking to patients about sexual health and what prevents them from doing so.
Method: An electronic cross-sectional survey was conducted involving nurses and physicians at Landspítalinn in January of 2011. A questionnaire was sent to 156 nurses and 47 physicians working with cancer patients on medical, surgical and gynecology wards.
Result: Physicians addressed sex with their patients more frequently than the nurses did. Lack of knowledge and training is what prevented nurses from discussing sex and sexual health..In total 50% of the nurses and 27% of the physicians said they didn't have enough knowledge and 79% of the nurses and 42% of the physicians said they lacked training. Those with more experience and those who had attended more courses on this topic spoke more frequently with patients about their sex life and sexual health.
Conclusion: The survey was comparable with the conclusion of other foreign surveys, in that nurses more often avoided discussing sex life and sexual health with their patients. It is important to have more courses and training on this topic as it is still a difficult subject to discuss, especially for nurses.
Keywords: sex life, sexual health, cancer, proximity, communication.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Þóra Þórsdóttir.pdf | 1.18 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |