is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/12157

Titill: 
 • Hverjir skrifa fréttirnar? : áhrif almannatengla á fréttir í íslenskum fjölmiðlum með fréttatilkynningum
Námsstig: 
 • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Starf fjölmiðla er í almannaþágu og þegar kemur að fréttaumfjöllun skulu hagsmunir almennings hafðir að leiðarljósi. Starf almannatengla er í þágu vinnuveitanda þeirra og að gæta ímyndar þeirra í fjölmiðlum. Ein aðferðin sem þeir nota við vinnu sína er að skrifa fréttatilkynningar og freista þess að upplýsingarnar sem þar koma fram birtist í fjölmiðlum.
  Í rannsókn þessari voru könnuð áhrif almannatengla á fréttir í íslenskum fjölmiðum með fréttatilkynningum. Var það gert með því að greina allar innlendar fréttir í ellefu íslenskum fréttamiðlum í tvær vikur, eina viku í október árið 2011 og aðra í janúar árið 2012. Kannaðir voru fjórir vefmiðlar, þrír prentmiðlar, tveir hljóðvarpsmiðlar og tveir sjónvarpsmiðlar. Var aðallega kannað hversu margar innlendar fréttir í íslenskum fjölmiðlum byggðu á fréttatilkynningum. Auk þess var kannað viðhorf fréttamanna annars vegar og almannatengla hins vegar til þessa málefnis. Helstu niðurstöður voru að áhrif almannatengla voru töluverð og að allir fjölmiðlar sem rannsakaðir voru notuðu fréttatilkynningar við vinnslu frétta.
  Abstract
  The news media works in the interest of the public and when it comes to news coverage the interest of the public should be the guideline. The work of public relations professionals or press officers is in the interest of their employers. One of the methods they use is to write press releases in the hope of that the information appears in the news media.
  With this research the influence of press officers and public relations professionals on domestic news in Icelandic media with press releases was evaluated. All domestic news on four web sites, three newspapers, two radio stations and two television stations were analyzed for two weeks, the first in October 2011 and the latter in January 2012. The quantity of news based on the information from press releases was the main issue. For further information on this subject journalist and broadcasters on one hand and press officers and public relations professionals on the other were asked questions regarding it. The main conclusion was that the influence was considerable and every major national web site, newspaper, radio station and television station uses the information from press releases in their news.

Samþykkt: 
 • 18.6.2012
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/12157


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Hverjir_skrifa_frettirnar_vigniregill.pdf681.75 kBOpinnPDFSkoða/Opna