Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/12165
Lokaverkefni þetta fjallar um hvernig nútíma skilningur okkar á fagurlistunum byggist á hugmyndakerfi sem kom ekki fram fyrr en á átjándu öld. Fjallað verður um tilurð listkerfis nútímans allt frá tímum forngrikkja fram að lokum tuttugustu aldar og stuðst við umfjallanir Pauls Oskar Kristeller og Larrys Shiner. Komið verður inn á fræðilega umræðu og fjallað um stofnanir sem áttu stóran þátt í að móta viðhorf manna til lista í evrópskri hugmyndasögu. Margt bendir til þess að listkerfið sé komið að krossgötum, til dæmis hafa komið fram listgreinar sem standa utan við hefðbundna flokkun fagurlista, einnig hafa ólíkar listgreinar runnið saman í nýjar. Auk þess virðast mörg listaverk háð heimspeki um list til þess að teljast til listar.
Kannað verður hvort listkerfið sé úr sér gengið og hvort að listin sé komin að endalokum sínum. Fjallað verður um hugmynd Arthurs Danto um endalok listarinnar. Hann útskýrir hvernig listin hefur gengið í gegnum þroskaferil sem endar með fullkomnum sjálfskilningi listarinnar. Þá er listin orðin samofin heimspeki um sjálfa sig. Að endingu er fjallað um hvernig megi greina list frá annarskonar mannlegum athöfnum þegar list er háð heimspeki.
Niðurstaðan er sú að listin er ekki komin að endalokum sínum þrátt fyrir að listkerfi nútímans sem úr sér gengið. Skilningur okkar á listum hefur tekið breytingum frá því á átjándu öld og listkerfið nær ekki yfir hinar nýju hugmyndir. Greina má list frá annarskonar mannlegum athöfnum með hjálp kenninga um list og þekkingu á listasögu.
This dissertation discusses how modern understanding of the fine arts is based upon an idea framework that did not exist until the eighteenth century. It discusses how modern system of arts came to be, from the ancient Greeks until the end of the twentieth century, as supported by Paul Oskar Kristeller and Larry Shiner. The theoretical discussion will be touched upon and institutions that had a large role to play in influencing people's view in the European intellectual history will be discussed. There are many indications that the arts system has reached a crossroad. Art forms that exist outside the traditional categories of fine arts, for example, have come in to being and different art forms have merged into new ones. Many art pieces seem very dependent on the philosophy of arts in order to be considered art.
Inquiries into whether the art system is out dated and whether art has reached its end are made. Arthur Danto's ideas about the end of art are discussed. He explains how art has gone through phases of evolution which ends in the absolute self-knowledge of art. Art has then become intertwined with its own philosophy. Finally the separation of art from other human activity, when intertwined with philosophy is discussed.
The conclusion is that art has not reached its end even though the modern art system have run their race. Our understanding of art has changed since the eighteenth century and the art system does not cover the most recent ideas. Art can be separated from other human activity with the help of theories about art and knowledge of the history of art.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
BAritgerðHÁH.pdf | 359.24 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |