is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár) Háskólinn á Akureyri > Viðskipta- og raunvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/12168

Titill: 
  • Makríll : markaðir fyrir reyktan makríl í Bretlandi
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Þetta verkefni fjallar um markaði fyrir makríl. Markmið verkefnisins er að varpa ljósi á þá markaði sem helstu veiðiþjóðir á makríl selja sínar afurðir á og stöðu þeirra á markaði gagnvart hvort öðru. Farið er almennt yfir makrílmarkaði Íslendinga, Norðmanna og Breta og borin eru saman þau verð sem löndin fá m.t.t. á hvaða markaði þau selja sínar vöru. Þá er markaður fyrir reyktar makrílafurðir í Bretlandi skoðaður og reynt er að varpa ljósi á þann markað hvað varðar stærð hans, hvaða verð fást fyrir reyktar makrílafurðir og hvernig markaðurinn hefur þróast síðustu ár.
    Niðurstöður verkefnisins eru þær að markaðslega standa Norðmenn best að vígi bæði hvað varðar magn og verðmæti, Bretar koma í öðru sæti hvað varðar verð afurða, og Íslendingar fá lægst verð fyrir sínar afurðir.
    Markaðsaðstæður í Bretlandi gefa ekki tilefni til þess að reyna innkomu á markað með reyktar makrílafurðir. Verð sem fengist fyrir vörurnar að teknu tilliti til tolla og flutningskostnaðar eru of lág til þess að framleiðslan myndi standa undir sér. Þá eru aðstæður í Bretlandi fyrir íslenskan makríl mjög slæmar um þessar mundir vegna makríldeilu Íslendinga við Breta, Norðmenn og önnur Evrópusambandslönd. Bretar vilja einnig frekar kaupa vörur sem framleiddar eru í þeirra heimalandi og minnkar það möguleika Íslendinga enn frekar á þessum markaði

Samþykkt: 
  • 18.6.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/12168


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Markaðir fyrir reyktan makríl í Bretlandi.pdf1.08 MBOpinnPDFSkoða/Opna