is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Viðskipta- og raunvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/12170

Titill: 
 • Samband hreinleika nautgripa á fæti og örveruflóru á yfirborði skrokkanna
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Í þessari rannsókn voru skoðuð tengsl milli hreinleika nautgripa fyrir slátrun og örvera á yfirborði skrokkanna eftir fláningu. Þetta var gert með því að skipta nautgripunum niður í flokka eftir því hversu hreinir þeir voru á fæti. Í flokki I voru sýni sem tekin voru af skrokkum hreinna nautgripa og í flokki II þau sýni sem tekin voru af skrokkum óhreinna nautgripa. Sýni voru tekin af skrokkum gripanna eftir innanúrtöku en fyrir skolun og samanstóð hvert þeirra af sýnum sem tekin voru á fjórum stöðum á skrokkunum; hálsi, framskanka, bringu og á aftanverðu læri nálægt endaþarmi. Alls voru tekin sýni af 40 skrokkum. Sýnin voru ýmist tekin fyrir eða eftir breytingar sem gerðar voru í sláturhúsinu og var fjöldi baktería einnig skoðaður m.t.t. þess.
  Athugaður var heildarfjöldi ræktanlegra baktería og fjöldi hugsanlegra Escherichia coli ásamt því að skoðuð var sérstaklega nærvera sermisgerðar O157 svo og sex annarra sermisgerða E. coli sem framleiða shiga-eiturefni en eru ekki af O157 gerð. Einnig var athugað hvort Salmonella og Listera væri að finna í sýnunum.
  Í ljós kom að fjöldi ræktanlegra baktería var marktækt meiri á skrokkum í flokki II samanborið við í flokki I. Það sama átti við ef flokkarnir voru bornir saman fyrir breytingar sem gerðar voru í sláturhúsinu á verkefnistímanum en ekki var marktækur munur á milli flokkanna eftir breytingar. Fjöldi hugsanlegra E. coli reyndist almennt vera meiri á skrokkum í flokki II samanborið við flokk I en þó afar breytilegur og ekki var marktækur marktækur munur á milli flokkanna. Fjöldi E. coli minnkaði í báðum flokkum við breytingar í sláturhúsinu en munur á milli flokkanna reyndist heldur ekki vera marktækur eftir þær breytingar. Salmonella var ekki staðfest í sýnunum en úr einu sýni einangraðist Listeria tegund sem er þó ekki talin sýkingavaldandi í mönnum eða dýrum.
  Lykilorð: Nautgripir, hreinleiki, kjötafurðir, bakteríur

 • Útdráttur er á ensku

  The present study describes the relationship between cattle cleanliness and microflora on carcass surfaces. Cattle were categorised according to visual hide cleanliness, with category I containing clean animals and category II dirty animals. Samples were collected from carcasses after evisceration but prior to washing and from four different places; the neck, the foreshank, the brisket and the back of thigh close to the rectum. Samples from 40 carcasses were collected, both before and following changes that were made in the abattoir facilities.
  The samples were examined for total viable counts of bacteria and counts of presumptive Escherichia coli. The presence of Salmonella, Listeria, E. coli serotype O157 and six none-O157 siga-toxin producing E. coli serotypes was investigated.
  Significantly higher total viable counts of bacteria were observed in category II as compared with category I. The difference between the categories was also significant before facility changes, but not after. No significant difference in counts of presumtive E. coli was observed. The presence of Salmonella was not confirmed but a non-pathogenic Listeria was isolated from one sample.
  Keywords: Cattle, cleanliness, meat products, bacteria

Samþykkt: 
 • 18.6.2012
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/12170


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
lokaverkefni lokaeintak_1.pdf2.08 MBLokaður til...31.12.2099HeildartextiPDF