is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Viðskipta- og raunvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/12171

Titill: 
  • Mælingar á astaxanthin og næringarefnum úr frárennslisvökva kítósanvinnslu
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í kítósanvinnslu Prímex á Siglufirði er kítín unnið frá rækjuskeljaúrgangi og úr því er svo unnið kítósan. Rækjuskel er auðug af andoxunarefnum og þá fyrst og fremst astaxanthin. Astaxanthin er öflugur andoxari með margvíslega áhugaverða lífvirkni aðra auk auk þess að vera algengasta litarefnið (rautt) sem finnst meðal sjávardýra, sérstaklega skel- og krabbadýra. Við vinnslu á kítíni úr rækjuskel losnar astaxanthin og næringarefni eins og prótein, fita og steinefni frá skelinni og tapast með frárennslisvökva á mismunandi stigum vinnslunnar. Tilraunin var gerð með því markmiði að auka nýtingu á rækjuskeljaúrgangi. Magn næringarefna og astaxanthins var ákvarðað á mismunandi stigum í vinnslu kítósans. Þetta var gert með því að spinna niður frárennslisvökvann og hirða botnfallið sem innihélt prótein, fitu, ösku og astaxanthin. Innihald næringarefna var ákvarðað í frárennslisvökva eins og hann kom fyrir og einnig var botnfall og ofanflot hans efnagreint sérstaklega eftir að vökvinn hafði verið spunninn niður í skilvindu. Astaxanthin er vatnsfælið efni og finnst þess vegna ekki í ofanfloti eftir að sýni hefur verið spunnið í skilvindu, heldur safnast saman í botnfalli þar sem það er umlukið próteinum og fitu. Astaxanthin var einangrað með því að leysa það frá botnfallinu með metanóli og magn þess ákvarðað með ljósgleypnimælingu við 478 nm. Stöðugleiki astaxanthins í frárennslisvökvunum var einnig rannsakaður. Þá var frárennslisvökvi geymdur og astaxanthin í honum magngreint nokkrum sinnum yfir 14 daga tímabil í því markmiði að fylgjast með niðurbroti þess. Einnig var athugað hvort hægt væri að auka heimtur astaxanthins úr skelinni með því að pressa vökvann úr henni á milli vinnsluskrefa og auka þannig magn frárennslisvökvans. Helstu niðurstöður sýna að hægt er að endurheimta um 25% af astaxanthini í upphaflegu magni sem mældist frá pressaðari skel. Hægt var að auka magn frárennslisvökva vinnslunnar með því að pressa vökva frá skel og auka með því endurheimtur á astaxanthin í u.þ.b. 50%
    Lykilorð: Kítósan, frárennslisvökvar, astaxanthin, magngreining, stöðugleiki.

Athugasemdir: 
  • Verkefnið er lokað til 1.6.2025.
Samþykkt: 
  • 18.6.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/12171


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Gudný Helga B.Sc. rétt.pdf1.66 MBLokaður til...01.06.2025PDF

Athugsemd: Lokað verkefni