is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Viðskipta- og raunvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/12175

Titill: 
  • Hagkvæm leið til verkunar á þorskshausum og þorsklifur um borð í frystitogurunum Sigurbjörg ÓF 1 og Mánabergi Óf 42
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Lengi hefur verið í umræðunni í þjóðfélaginu sú skoðun að nýting á frystitogurum sé ekki sambærileg landvinnslunýting. Í dag er lítið unnið af aukaafurðum en einungis 20% af öllum hausum eru nýttir og ekkert af lifur .
    Í þessu verkefni er skoðað hagkvæmni þess að vinna hausa og lifur um borð í tveimur frystitogurum. Unnið var út frá tillögum Matís um nýtingu á lifur og þorskshausum. Í lifrarvinnslu voru 3 kostir í stöðunni.
    • Ísa lifur í íslest
    • Frysta lifur og vinna lýsi eða geyma í frystilest.
    • Hakka lifur og geyma í maurasýru.
    Vinnsla á lifur er vandasöm. Geymsluskilyrði eru ekki þau sömu og með fiskvöðva. Lifur er mun viðkvæmari en annað hráefni sem unnið er út á sjó. Þær vinnureglur sem almennt gilda í vinnslum nú til dags banna krossmengun. Því er í raun óraunhæft að vinna lifur á sömu vinnsulínu og annað hráefni sem unnið er út á sjó. Ekki fannst viðunandi leið til vinnslu á lifur sökum hættu á krossmengun. Verð fyrir lifur er áætlað 75 kr/Kg og gefur ekki nægileg verðmæti til að vinna upp kostnað á uppsetningu ásættanlegrar vinnuastæðu fyrir hráefnið.
    Verð fyrir frysta hausa er 50 kr/Kg. Í raun er hagkvæmt að vinna þá og skila þeir viðunandi verðmæti þegar vinnsla er ekki fullnýtt og fyrirséð að eitthvað lestarpláss verði ónýtt fyrir næstu löndun. Hins vegar er það ekki raunhæft sé reiknað með öllum hausum sem koma um borð. Sé gert ráð fyrir öllum kostnaði við vinnslu á hausum er tap á vinnslu þeirra tæpur hálfur milljarður á 10 ára tímabili. Eini raunhæfi kosturinn við vinnslu á hausum er að gella þá og kinna. Þá er pláss lámarkað og verðmæti hámarkað. Séu sjófrystar vörur sambærilegar og þær sem eru unnar í landi má gera ráð fyrir töluverðum hagnaði af þeirri vinnslu.

  • Útdráttur er á ensku

    It has long been discussed in the community that "freezer Trawlers have not been used to there maximum potential. At this time only parts of the fish are being used. Approximately only 20% of heads and none of the livers . In this assignment we look at profit margins for processing the heads and livers on board two freezer trawlers. We worked from Matis's suggestions in processing Cod heads and livers . There are several choices for the processing of the livers.
    1. Iceing the livers with fresh ice.
    2. Freezing the livers and processing to fish oil or store in a freezer.
    3. grinding up the liver and storing in formic acid.
    Processing the livers is delicate, these are not the same storage standards as for fish fillets. Fish livers are more sensitive than other products processed on the boat. Todays regulations ban cross contamination. Therefore it's unrealistic to process livers in the same areas as the other products on the ship. A solution to the problems of cross contamination has yet to be resolved.
    The price for livers is estimated at 75 kr/kg which is not enough money to go forward with setting up the regulated processing plant on board. However with the price for frozen Cod heads estimated at 50kr/kg it is possible for it to be profitable if extra storage space is available before the next docking. Which is not realistic counting in all fish heads caught on board. Taking in to count the cost of processing cod heads the loss is aproximetly half a billion is.kr in a 10 year time period. The realisitc choise is to process the cod heads for the cod toungues and cod chins only. Then the space on board is used to its maximum capasity and profit margins reach their full potential. If products frozen at sea are comperable to products processed in fish processing plants we can estimate higher profit margins from that process.

Samþykkt: 
  • 18.6.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/12175


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaverkefni Gústaf Línberg Kristjánsson .pdf1.63 MBOpinnPDFSkoða/Opna