is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/12176

Titill: 
 • Titill er á ensku Age estimation by dental developmental stages in children and adolescents in Iceland
Námsstig: 
 • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Inngangur: Í aldaraðir hafa tennur verið notaðar til að bera kennsl á menn og til aldursgreiningar í réttarrannsóknum og í öðrum vísindalegum tilgangi. Aldursgreining barna og ungmenna er talin mjög nákvæm með staðalfrávik allt frá nokkrum mánuðum til 1-2 ár. Í fullorðnum, þegar tennur eru fullmyndaðar, eru hrörnunarbreytingar tanna notaðar til aldursgreiningar, en nákvæmni þeirra er mun minni en við aldursgreiningu ungmenna. Mikilvægt er talið að þekkja tannþroska barna og ungmenna fyrir hverja þjóð. Ekki hefur fyrr verið gerð rannsókn hér á landi á tannþroska barna og ungmenna með tilliti til aldursgreiningar út frá myndunarskeiði tanna. Þekking þessi er mjög gagnleg fyrir íslenska réttartannlækna svo og aðra tannlækna, lækna, mannfræðinga og fornleifafræðinga, sem nýta í störfum sínum tannþroska barna og ungmenna. Einnig þarf að bera saman niðurstöður við sambærilegar erlendar rannsóknir og kanna hvort þær aðferðir sem mest eru notaðar t.d. við aldursgreiningar í öðrum löndum gildi fyrir íslenskt þýði.
  Efniviður og aðferðir: Þroskastig tanna voru rannsökuð af breiðmyndum (orthophan röntgenmyndum) af 1100 íslenskum börnum og ungmennum á aldrinum 4-25 ára. Þroskastig Havikko voru notuð til viðmiðunar í rannsókninni. Gerð var forrannsókn á 100 myndum. Einnig voru 200 myndir skoðaðar bæði hægra og vinstra megin, og að auki voru 800 skoðaðar hægra megin.
  Niðurstöður: Tannþroski var fundinn fyrir allar tennur, þegar úrtakið leyfði, og fyrir bæði kynin, frá því að króna byrjar að kalka og þar til rót lokast. Áreiðanleiki rannsóknaraðferða var reiknaður með Cronbach´s Alpha og reyndist vera r = 0,982, sem merkir mikinn áreiðanleika. Stúlkur ná fullum tannþroska 17.81 ára í efri kjálka og 18.47 ára í þeim neðri. Drengir ná fullum tannþroska 18.00 ára í efri kjálka en 17.63 í þeim neðri. Sterk fylgni var milli hægri og vinstri hliðar þar sem r = 0,95-1,00. Það var ekki marktækur munur milli kynja nema við myndun róta í augntönnum í efri og neðri gómi, þar sem stúlkur ná fyrr rótarlokun en drengir.
  Samantekt
  Með rannsókn þessari hefur tekist að gera nákvæman gagnagrunn yfir tannþroska barna og ungmenna sem er sambærilegur við erlenda gagnagrunna af sama meiði. Grunnurinn mun auðvelda nákvæma aldursgreiningu íslenskra barna og ungmenna og mun gagnast öðrum stéttum sem nota tannþroska þessa aldurshóps í störfum sínum.

 • Útdráttur er á ensku

  Abstract
  Background: For centuries teeth have been used both for identification of unknown persons and for estimating age for forensic and other scientific purposes. The dental age estimation technique is considered to be highly reliable in children and adolescents. In the developmental stages of teeth in this age group, the standard deviation is from a few months to 1 to 2 years. In adults where teeth have reached full development, regression changes are used but the accuracy is much less than in children.
  Objectives: Studies have shown that it is necessary to create a database for dental maturity for every population and compare it to others. The present study is the first one for the Icelandic population, in the age range of 4-25 years. It will create a database for forensic purposes to determine age estimation from dental maturity with accuracy. It will also help dentists, physicians, anthropologists, archaeologists and other professionals who need to determine and work with developmental age assessment in children and adolescents.
  Material and methods: In the present study which is a retrospective cross-sectional study, dental maturity was determined from 1100 Icelandic children and young adolescents from orthopantomograms (OPGs). The first 100 were used for a pilot study. Another 1000 were used for the main study. A total of 23 were excluded. The sample consisted of 508 girls and 469 boys from the age of 4-25 years. Haavikko´s scoring system was used as a standard for determination of dental maturity stages. A total of 200 OPGs were studied both on the left and right side and the rest on the right side.
  Results: Dental maturity was established for all teeth and both genders, when the sample permitted, from the beginning of crown formation to the root apex closure. The reliability of the study instruments was found by using Cronbach´s Alpha reliability test. R was 0.982, which showed good reliability.
  Girls in Iceland reach full dental maturity (stage 10) at 17.81 years of age for the maxillary and 18.47 years in the mandibular teeth. Boys reach full dental maturity at 18.00 years of age in the maxilla and 17.63 in the mandible.
  There was no significant difference between left and right side (r = 0.95-1.00). There was no difference between genders, except in root formation in maxillary and mandibular canines where girls reached apex closure earlier than boys.
  Conclusion: A reliable database has been established for age estimation for the Icelandic population in the age range of 4-25 years, which is compatible with other studies in other countries. These results will help forensic odontologists and other professionals to estimate accurately age and maturity in Icelandic children and adolescents.

Styrktaraðili: 
 • Styrkur frá Rannsóknarsjóði Háskóla Íslands
Samþykkt: 
 • 18.6.2012
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/12176


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Meistararitgerð Sigríður Rósa Víðisdóttir maí 2012.pdf18.26 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna