is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Viðskipta- og raunvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/12181

Titill: 
  • Hvert hefur hlutverk verðbréfa- og fjárfestingarsjóða verið í fjármögnun íslenska ríkisins og stofnana þess frá janúar 2007 til ágúst 2011
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Þegar íslenska ríkið og stofnanir þess selja verðbréf á fjármálamarkaði með ábyrgð íslenska ríkisins þjónar það tveimur markmiðum. Annars vegar að fjármagna þau verkefni sem íslenska ríkið skuldbindur sig til að sinna og hins vegar að skapa jafnvægi á fjármálamarkaði og mynda grunn í tengslum við verðlagningu verðbréfa og vaxta sem útgefin eru af öðrum aðilum. Markaður fyrir útgáfu ríkistryggðra verðbréfa er á frummarkaði og eftirmarkaði. Á frummarkaði eru aðalmiðlarar sem ríkið og stofnanir þess hafa bundist samkomulagi um að geri lágmarktilboð í þau ríkistryggðu verðbréf sem útgefin eru hverju sinni. Aðalmiðlarar gera tilboð fyrir aðra aðila og sinna síðan viðskiptavakt fyrir eftirmarkað. Verðbréfa- og fjárfestingarsjóðir geta svo keypt ríkistryggð verðbréf í gegnum aðalmiðlara þegar útboð eiga sér stað eða á viðskiptavakt eftirmarkaðar. Lög um verðbréfa- og fjárfestingarsjóði eru ólík og þar af leiðandi eru hvorki fjárfestingarstefna þeirra né markmið sambærileg, eignasamsetningar sjóðanna eru því frábrugðnar svo og stefnur þeirra í áhættulausri ávöxtun. Þegar skoðaðar eru heildarfjárfestingar verðbréfasjóða annars vegar og fjárfestingasjóða hins vegar yfir tímabilið janúar 2007 til ágúst 2011 sést að fjárfestingar þessara sjóða endurspegla þennan mun á eðli sjóðanna. Fjárfestingarsjóðir hafa ekki leikið stórt hlutverk í fjármögnun íslenska ríkisins og stofnana þess á fyrrgreindu tímabili en verðbréfasjóðir gegndu hins vegar nokkuð stóru hlutverki. Verðbréfasjóðir hafa ekki úrslitaáhrif á það hvernig fjármögnun íslenska ríkisins vegnar en starfsemi þeirra auðveldar almenningi og fjárfestum aðgang að þessum fjárfestingarkosti og eflir almenna fjárfestingu í hagkerfinu.

Athugasemdir: 
  • Verkefnið er lokað til 6.6.2014.
Samþykkt: 
  • 18.6.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/12181


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerð_Guðjón_Magnússon.pdf1.22 MBOpinnPDFSkoða/Opna