is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Viðskipta- og raunvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/12183

Titill: 
 • Ferðaþjónusta að Mánaskál í Laxárdal : viðskiptaáætlun
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Ísland á sér langa sögu sem ferðamannastaður og ferðaþjónusta á Íslandi er vaxandi atvinnugrein. Langflestir ferðamenn koma til landsins með flugi og ferðamannatímabilið hér er stutt, en því fylgja ýmsar áskoranir. Markmið þessa verkefnis er að greina rekstrargrundvöll og afkomu ferðaþjónustu að bænum Mánaskál í Austur Húnavatnssýslu. Lagt er upp með rannsóknarspurninguna: „Hversu fýsilegur er rekstur ferðaþjónustu í samstarfi við Ferðaþjónustu bænda að bænum Mánaskál út frá forsendum um kaup og rekstur á þremur sumarhúsum til sölu gistingar.“
  Í verkefninu er fjallað um þróun ferðaþjónustu á Íslandi, fjölda ferðamanna, tekjur af greininni og stöðu og möguleika Norðurlands vestra í ferðaþjónustu. Einnig er fjallað um árstíðabundnar sveiflur í ferðaþjónustu, hvernig þær birtast og hverjar orsakir þeirra eru. Fjallað er um dvalarlengd, ferðavenjur og neyslu ferðamanna. Ítarlega er sagt frá Ferðaþjónustu bænda, flokkunarkerfi þeirra og þjónustu. Einnig er framboð gististaða og gistirýma greint sem og nýting þeirra. Að lokum er sagt frá hugmyndinni um ferðaþjónustu að Mánaskál, hver starfsemin yrði, á hvaða tímum og hverjar forsendur fyrir rekstrinum yrðu.
  Í ljós kom að Húnavatnssýslur á Norðurlandi vestra eru ekki mjög vinsæll áningarstaður ferðamanna en þó kemur rúmlega þriðjungur erlendra ferðamanna við á Norðurlandi. Einnig er framboð og nýting gistirýma á þessu svæði töluvert lægra en að meðaltali yfir landið. Mikill áhugi erlendra ferðamanna skapar tækifæri í hestatengdri ferðaþjónustu en niðurstöður fjárhagsáætlunar fyrir rekstur hugsanlegrar ferðaþjónustu sýna að fjárfestingin stendur ekki undir rekstrinum. Að óbreyttum forsendum er hugmyndin ekki fýsilegur fjárfestingarkostur. Ábúendur eru ekki tilbúnir til þess að leggja fjármuni í verkefnið að svo stöddu þar sem augljóst þykir að áætlað stofnfé auk láns frá eigendum duga ekki til þess að reksturinn standi undir sér. Til þess að hugmyndin gæti gengið upp út frá rekstrarforsendum, þyrfti fjárfestingin að skila hærri tekjum, skuldsetning að vera minni eða fjármögnun að vera hagstæðari.
  Lykilorð: Viðskiptaáætlun, ferðaþjónusta, Ferðaþjónusta bænda, hestatengd ferðaþjónusta og Norðurland vestra.

Athugasemdir: 
 • Athugasemdir er á ensku Verkefnið er lokað til 1.5.2020.
Samþykkt: 
 • 18.6.2012
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/12183


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Kolbrun_A_Gudnadottir_heild.pdf4.37 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna