is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Viðskipta- og raunvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/12185

Titill: 
 • Auglýsingabann á áfengi : áhrif þess á áfengisneyslu
Námsstig: 
 • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Ritgerð þessi fjallar um hvort auglýsingabann á áfengi dragi úr neyslu og misnotkun á áfengi. Tilgangur ritgerðarinnar er að skoða fyrri rannsóknir og bera saman við rannsókn sem höfundur gerði í lok árs 2011. Árið 2011 var lagt framm frumvarp til breytinga á áfengislögum og fjallað verður um frumvarp þetta í ritgerðinni.
  Í ritgerðinni verður fjallað almennt um markaðssetningu og hver miðuð markaðssetning er. Farið verður í þá þrjá hluta sem miðuð markaðssetning flokkast í, sem eru; markaðshlutun, markaðsmiðun og staðfærlsa. Auk þess verður farið í hverjir kynningarráðarnir eru og hvernig þeir henta fyrirtækjum sem eru að auglýsa áfengi.
  Fjallað verður almennt um auglýsingar og auglýsingasiðferði. Jafnframt verður áfengislögum á Íslandi sem og öðrum löndum gerð skil og fjallað um hver áfengisneysla heimsins er. Það verður farið í rannsókn sem gerð var á vegum nemenda í fjölmiðlafræði við Háskólann á Akureyri árið 2005 um magn áfengisauglýsinga í íslenskum fjölmiðlum.
  Megindlegar og eigindlegar rannsóknaraðferðir voru notaðar við rannsóknina. Gerð var hefðbundin markaðskönnun og auk þess tók höfundur viðtal við þrjá einstaklinga sem áttu allir það sameiginlegt að hafa hætt neyslu á áfengi. Hannaður var spurningalisti og settur inn á vefsíðuna www.kannanir.is. Höfundur leitaði til skólastjóra nokkurra grunnskóla hvaðanæva af landinu og óskaði eftir að fá að leggja könnunina fyrir nemendur skólanna. Þar að auki voru fjórir skólameistarar framhaldsskóla hvaðanæva af landinu beðnir um leyfi til að leggja könnunina fyrir nemendur skólanna. Höfundur fékk auk þess leyfi til að leggja könnunina fyrir nemendur Háskólans á Akureyri. Alls náðust 1029 svör við könnuninni og þótti höfundi það tilkomumikil þátttaka.
  Í ritgerð þessari fór höfundur í allar þær helstu niðurstöður könnunarinnar og auk þess bar niðurstöðurnar saman við þær niðurstöður sem komu úr könnununum sem Samstarfsráð um forvarnir gerðu árið 2006. Helstu niðurstöður könnunarinnar leiddu í ljós að meiri hluti þátttakenda þykir í lagi að einstaklingur neyti fyrst áfengis þegar hann er átján ára á aldri, en lög landsins gefa skýrt til kynna að einstaklingur eigi að vera tuttugu ára áður en hann má neyta og versla áfengi. Auk þess kom í ljós að áfengisauglýsingar eru einna helst að hafa áhrif á þá sem neyta áfengis, en ekki á þá sem neyta ekki áfengis. Höfundi þótt sláandi hversu mikið magn einstaklinga á aldrinum 10-19 ára hafa neytt áfengis, eða 82%, en þetta er aldurshópurinn sem ekki hefur lögaldur til neyslu áfengis.
  Í lok ritgerðarinnar er farið í þau þrjú viðtöl sem höfundur tók og niðurstöður úr þeim bornar saman við niðurstöður könnunarinnar.
  Lykilorð: markaðssetning, auglýsingar, áfengislög, markaðskönnun og áfengisneysla.

Samþykkt: 
 • 18.6.2012
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/12185


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
auglýsingabann á áfengi.pdf822.03 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna