is Íslenska en English

Lokaverkefni Háskólinn á Akureyri > Viðskipta- og raunvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/12186

Titill: 
 • Boðskapur auglýsinga Íslandsbanka : samanburður fyrir og eftir efnahagshrunið 2008
Leiðbeinandi: 
Skilað: 
 • Apríl 2012
Útdráttur: 
 • Lífskjör Íslendinga hafa breyst nokkuð á síðastliðnum árum. Íslensku viðskiptabankarnir hrundu allir í október 2008 og ríkið tók yfir starfsemi þeirra. Þetta hafði töluverðar afleiðingar fyrir íslenskt samfélag og bankana einnig þar sem traust í þeirra garð hrundi. Við þetta hófst kreppa á Íslandi. Úrræði fyrir heimilin í landinu sem lentu í fjárhagserfiðleikum í kjölfar hrunsins voru lagðar fram með misjöfnum árangri. Við því þurftu bankarnir að bregðast og flest allar auglýsingar sem komu frá bankakerfinu eftir hrun snéru að greiðsluerfiðleikaúrræðum, en fyrir hrun miðuðust þær við að selja vörur eins og kreditkort, viðbótarlífeyrissparnað og peningamarkaðssjóði. Því hafa bæði smáar sem stærri breytingar átt sér stað. Nafnabreytingar og breytingar á eignarhaldi hafði í för með sér að bankarnir tóku sér nýja siði og nýjar venjur.
  Markmið þessa verkefnis er að skoða auglýsingar hjá Íslandsbanka með von um að komast að því hvort boðskapur þeirra hafi breyst eftir hrun. Þá er einnig lagt upp með að skoða hvað olli því að breytingar boðskaps var þörf og hvort hann sé í raun að virka fyrir neytendur. Til að komast að marktækri niðurstöðu tók höfundur djúpviðtöl við einstaklinga innan og utan bankakerfisins.
  Í upphafi var ætlunin að miða rannsóknina við alla bankana en vegna ófyrirsjáanlegra aðstæðna þurfti höfundur að breyta viðfangsefninu á þá leið að skoða einungis boðskap auglýsinga hjá Íslandsbanka.
  Helstu niðurstöður eru þær að Íslandsbanki hefur breytt boðskap sínum í auglýsingum vegna þess trausts sem tapaðist í hruninu. Aðferðir bankans við að byggja upp ímynd eru að vissu leyti að virka með ímyndarauglýsingum en að mati höfundar þarf meira til. Til að mynda með því að nýta sér almannatengslafyrirtæki og eflingu talsmanna.
  Lykilorð:
  - Boðskapur auglýsinga
  - Markaðssetning
  - Uppbygging trausts
  - Trúverðugleiki
  - Ímynd auglýsinga

Athugasemdir: 
 • Verkefnið er lokað til 1.6.2022.
Samþykkt: 
 • 18.6.2012
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/12186


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
(BG rit lokaútgáfa).pdf869.42 kBLokaður til...01.06.2022HeildartextiPDF