Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/12191
Í þessu verkefni er fjallað um ráðningarferli fyrirtækja á fræðilegan hátt. Rannsóknarspurning þessa verkefnis sem leitast eftir var að svara er:
Hver er helsti munurinn á ráðningarferli í hefðbundnum fyrirtækjum og þekkingarfyrirtækum ?
Ráðningarferli er tímafrekt og kostnaðarsamt ferli sem nauðsynlegt er að huga vel að. Mistök í ráðningum eru dýrkeypt, því er hagur allra fyrirtækja að fjárfesta í skilvirku og árangursríku ráðningarferlinu.
Ráðningarferlið er skipt upp í þrjú stig, öll stigin eru mismunandi en öll jafn mikilvæg. Fyrst er byrjað að gera starfsgreiningu sem er ítarleg greining á eðli starfsins, því næst er aflað umsækjenda. Til eru ýmsar aðferðir við öflun umsækjenda og mismunandi hvað hentar hverju fyrirtæki og hverju starfi. Á loka stigi ráðningarferilsins er lagt mat á umsækjendurna, mismunandi aðferðir eru notaðar að hverju sinni en í flestum tilfellum eru notaðar tvær eða fleiri.
Niðurstöður rannsóknarinnar er að þekkingarfyrirtæki nota fleiri aðferðir í öflun umsækjenda og matsaðferðum heldur en hefðbundin fyrirtæki í almenn störf. Ráðningarferli í stjórnenda og sérfræðingastörf hjá hefðbundnum fyrirtækjum eru nokkuð lík ráðningarferlum þekkingarfyrirtækja. Í hefðbundnum fyrirtækjum eru oftar notaðar óformlega aðferðir við öflun umsækjenda heldur en í þekkingarfyrirtækjum. Í þekkingarfyrirtækjum og vegna ráðninga á stjórnenda eða sérfræðinga í hefðbundnum fyrirtækjum koma flestir umsækjendur í fleiri en tvö viðtöl og einnig eru oftar notuð próf í mati á umsækjendunum.
Hafa ber í huga að ekki er hægt að alhæfa um niðurstöður þessara rannsóknar í ljósi þess að aðeins voru skoðuð 3 þekkingarfyrirtæki og 3 hefðbundin fyrirtæki.
Lykilorð: Mannauðsstjórnun – starfsgreining - öflun umsækjenda – ráðningar – þekkingarfyrirtæki
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Lokaritgerð Íris Hrönn ha060203 23.apríl 2012.pdf | 1.16 MB | Lokaður til...01.04.2040 | Heildartexti |