en English is Íslenska

Thesis University of Akureyri > Viðskipta- og raunvísindasvið > B.S. verkefni >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/12193

Title: 
 • is Viðskiptaáætlun Elamy spa
Submitted: 
 • May 2012
Abstract: 
 • is

  Verkefni þetta var unnið í samstarfi við Elamy spa þar sem verkefnið snýst um að búa til viðskiptaáætlun fyrir fyrirtækið sem það getur notast við uppbyggingu starfseminnar. Fyrritækið hyggst framleiða nuddsteina úr líparít gosbergi sem notaðir eru í steinanudd. Þeir steinar sem notaðir hafa verið hingað til er marmari en eins og staðan er í dag þá er gríðarlega erfitt að fá marmara. Þess vegna er tækifæri fyrir Elamy spa að koma inná markaðinn með vöru sem hefur alla eiginleika marmarans. Í verkefninu verður framleiðsla Elamy spa grandskoðuð og framkvæmdar tímamælingar á framleiðsluferlinu til þess að reikna út framleiðslukostnað. Markmiðið með þessum rannsóknum er að kanna hvort að það sé rekstrargrundvöllur fyrir starfsemi af þessu tagi á innanlandsmarkaði og til útflutnings.
  Fyrirtækið verður skoðað vel og farið í gegnum kosti og galla með hjálp SVÓT greiningar. Einnig verður saga fyrirtækisins rakin og tækifærinu lýst vel.
  Helstu niðurstöður verkefnisins eru þær að það er góður rekstrargrundvöllur fyrir Elamy spa starfsemin ætti að geta skilað töluverðum hagnaði. En lykillinn af velgengni er að koma vörunum inná erlendan markað.
  Lykilorð:
   Viðskiptaáætlun
   Líparít
   Nuddsteinar
   Rekstrarreikningur
   Arðsemi

Description: 
 • is Verkefnið er lokað til 3.5.2041.
Accepted: 
 • Jun 19, 2012
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/12193


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Viðskiptaáætlun Elamy spa.pdf1.28 MBLocked Until...2041/05/03PDF