is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/12196

Titill: 
  • Athugun á málþroska íslenskra CODA barna: Samanburður við tvítyngd börn af erlendum uppruna og börn með dæmigerðan málþroska
  • Titill er á ensku Study of language development of Icelandic CODA children: Comparison with bilingual children of foreign origin and children with typical language development
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Í marga áratugi hafa rannsóknir á málþroska barna verið vinsælt viðfangsefni. Þær hafa sumar hverjar snúist um hvernig mál lærast, aðrar hafa snúist um það hvort málfærni sé háð erfðum eða umhverfi að þakka og enn aðrar hversu mikilvæg málfærni er fyrir lestrarnám og námsfærni barna svo eitthvað sé nefnt. Einnig hafa rannsóknir á tvítyngi verið ofarlega á lista yfir rannsóknarefni málvísindamanna á síðustu misserum. Tvítyngisrannsóknir virðast nær eingöngu hafa snúið að einstaklingum sem eru tvítyngdir á tvö raddmál. Því er lítið vitað um málfærni CODA barna, þ.e. heyrandi barna heyrnarlausra foreldra, sem alast upp við tvö ólík táknkerfi, táknmál og raddmál. Þær rannsóknir sem hafa verið gerðar hér á landi sýna að CODA börn standa verr að vígi en jafnaldrar með dæmigerða máltöku.
    Í þessari rannsókn var leitast við að bera saman ólíka tvítyngda hópa, þ.e. tvítyngd börn á tvö raddmál og tvítyngd börn á raddmál og táknmál. Einnig voru heyrandi jafnaldrar heyrandi foreldra metnir. Fyrir alla hópana voru lögð málþroskapróf auk þess sem málsýna á íslensku var aflað. Hjá CODA börnunum var málsýna á íslensku táknmáli einnig aflað. Greining á málsýnum fól í sér að telja heildarfjölda orða, fjölda segða, meðallengd segða og fjölda mismunandi orðmynda auk þess sem villur í málsýnunum voru skoðaðar. Það sama var skoðað í táknmálssýnum CODA barnanna. Þátttakendur voru 13 börn á aldrinum 2;3-7;3 ára eða börn á leikskólaaldri til fyrsta bekkjar grunnskóla.
    Helstu niðurstöður voru þær að þó nokkurn mun var að finna innan hvers hóps á stöðu barnanna. Flest barnanna voru þó með málþroska um eða yfir meðaltali eða níu af þrettán. Þó gætti meiri breytileika í mælitölum á einstaka undirþáttum málþroskaprófa hjá CODA börnunum en hjá samanburðarhópunum. Fjögur af fimm CODA börnunum voru með málþroska innan eðlilegra marka. CODA börnin gerðu mun fleiri og fjölbreyttari villur í íslenskum málsýnum en börn í samanburðarhópunum tveimur. Þann mun á málsýnum var talið mega rekja að einhverju leyti til setningagerðar í íslensku táknmáli.
    Aðeins eitt CODA barnanna var með aldurssvarandi færni í táknmáli. Hin CODA börnin voru um það bil einu ári á eftir heyrnarlausum börnum tveggja heyrnarlausra foreldra í táknmálsfærni á íslensku táknmáli.

  • Útdráttur er á ensku

    For many decades, the speech and language development of children has been an active field of research. Some have focused on how a language is learned, others have tried to trace linguistic abilities to genetic or environmental sources, and yet other studies have pointed out the importance of linguistic compentence when a child learns how to read and indeed how it affects a child’s entire education. Bilingualism has also been studied extensively by linguists in recent years. Research on bilingualism have, however, mostly been concentrated on subjects which speak two spoken languages and therefore, little is known about the linguistic abilities of children of deaf adults (CODA) which are also raised in a bilingual environment; with a vocal language as well as sign language. Research on CODA in Iceland, although scarce, indicate that they have more linguistic problems than their age equivalent peers with typical language development.
    This study attempts to compare two different groups of bilingual children; one that is bilingual with two spoken languages (T-group) and the other, which is bilingual with one spoken language and sign language (C-group). Hearing children of hearing parents were evaluated as a control group (H-group). Standardized language tests were administered to all subjects to estimate their language development and language samples in Icelandic were also collected from all subjects. In addition, language samples in Icelandic sign language were collected from the C-group. The language samples were analysed with regard to the total word count, number of utterances, the mean length of utterance and the number of different words. Additionally, the number and types of errors in the speech samples were analysed. The subjects were thirteen children, aged 2;3 to 7;3 (years;months), i.e. children in pre-school or the first grade of primary school.
    The main findings were that results were rather scattered within each group. The language development of the majority of subjects (9 out of 13) was evaluated as within normal limits. Nonetheless, the C-group showed coherent disadvantages in some subparts of the tests as compared with the other groups. Four out of five CODA children were evaluated within normal limits in spoken language development. The errors found within the C-group in (spoken) Icelandic language samples were generally more numerous and diverse than in language samples from children from the other two groups. A part of these errors may be traced to structural differences between Icelandic and Icelandic sign language.
    Only one child from the C-group demonstrated average abilities in Icelandic sign language, as compared with deaf children of two deaf parents, but the other CODA children showed skills corresponding to those of one year younger deaf children.

Samþykkt: 
  • 19.6.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/12196


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MS ritgerð.pdf2.14 MBLokaður til...01.06.2032HeildartextiPDF