is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Viðskipta- og raunvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/12198

Titill: 
  • Arðsemismat á nýju fjósi
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari skýrslu framkvæmir skýrsluhöfundur arðsemismat á fjósi með einn mjaltaþjón og 60 kýr. Miðað er við að í upphafi fjárfestingar þurfi að fjárfesta í byggingu, tækjabúnaði vegna bygginar, bústofni og greiðslumarki vegna mjólkurframleiðslu.
    Skýrsluhöfundur fjallar einnig fræðilega um Lagalegt umhverfi og þróun mjólkurframleiðslu á íslandi. Einnig fjallar skýrsluhöfundur fræðilega um gerðir fjósa og sjálfvirk mjaltakerfi.
    Í þeim hluta ritgerðarinnar þar sem gerðir eru útreikningar, tvinnar skýrsluhöfundur saman fræðilegri umfjöllun um gerðir útreikninga, og niðurstöðum útreikninganna sjálfra. Þær aðferðir sem notaðar eru við útreikninga í þessari skýrslu eru WACC, NPV, IRR og Næmnigreining.
    Arðsemismat var gert út frá tveimur sjónarhornum. Annars var verðlagsgrundvöllur kúabús notaður á þann hátt að laun honum samkvæmt voru reiknuð inn í núvirði verkefnisins. Hins vegar voru laun samkvæmt verðlagsgrundvelli ekki höfð með í útreikningum og þá var niðurstaða verkefnissins jákvæð. Með því að reikna núvirði = 0, gat skýrsluhöfundur varpað ljósi á það hve há laun viðkomandi aðili gæti haft ef hann myndi ráðast í þessa fjárfestingu samkvæmt gefnum forsendum. Í ljós kom að þau laun sem eru litlu hærri en meðallaun kúabænda á íslandi í dag, og verður því niðurstaða verkefnisins að teljast jákvæð.

Samþykkt: 
  • 19.6.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/12198


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Arðsemismat á nýju fjósi.pdf1.26 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna