is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Viðskipta- og raunvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/12204

Titill: 
 • Samfélagsleg ábyrgð íslenskra fatahönnuða
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Íslensk fatahönnun hefur verið ansi áberandi síðustu árin, fatahönnuðum hefur fjölgað mikið hér á landi eftir að Listaháskóli Íslands opnaði fyrir námið árið 2000. Samfélagsleg ábyrgð fyrirtækja hefur einnig verið mikið í umræðunni og er markmið rannsóknarinnar að greina viðhorf íslenskra fatahönnuða til samfélagslegrar ábyrgðar.
  Notast var bæði við megindlega og eigindlega rannsókn við gerð verkefnisins. Sendur var út spurningalisti til fatahönnuða sem skráðir voru meðlimir í Fatahönnunarfélagi Íslands. Einnig var viðtal tekið við Lindu Björk Árnadóttur fagstjóra fatahönnunardeildar Listaháskóla Íslands.
  Helstu niðurstöður verkefnisins leiddu í ljós að fatahönnuðir eru mikið að vinna einir eða í mjög litlum fyrirtækjum. Framleiðsla á vörum þeirra fer fram víðsvegar um heiminn og hefur fulltrúi á vegum allra þeirra sem svöruðu könnuninni heimsótt þær verksmiðjur sem framleiða vörur þeirra. Það kom því á óvart þegar hluti hönnuðanna taldi fyrirtæki sitt ekki virða mannréttindi á alþjóðavettvangi. Má með því álykta að sum fyrirtækin eru að framleiða þar sem þeir eru ánægðir með útkomu vöru sinnar jafn vel þó að mannréttindi séu ekki virt.
  Rúmlega helmingur fatahönnuða telur að fyrirtæki sem sinnir samfélagslegri ábyrgð á einhvern hátt gangi betur í rekstri heldur en fyrirtæki sem sinnir ekki samfélagslegri ábyrgð. Ekkert af fyrirtækjum hönnuðanna hefur skriflega stefnu um samfélagslega ábyrgð en rúmlega helmingur hefur óformlega stefnu. Hönnuðirnir eru ekki mjög vissir um að samfélagsleg ábyrgð hafi einhver áhrif á kaupviðhorf viðskiptavina þeirra.
  Lykilorð: Samfélagsábyrgð, samfélags- umhverfis- og efnahagsleg áhrif, hagsmunaaðilakenning, hluthafakenning og siðferði.

Athugasemdir: 
 • Verkefnið er lokað til 14.5.2014.
Samþykkt: 
 • 19.6.2012
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/12204


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
lokaverkefni lokaskjal Guðrún Finnbogadóttir.pdf963.25 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna