is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Viðskipta- og raunvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/12206

Titill: 
 • Stefnumótun Suðurflug ehf.
Námsstig: 
 • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Aukin tækniþróun og alþjóðavæðing hefur orðið til þess að samkeppni fyrirtækja hefur aukist, sem hefur svo leitt til þess að fyrirtækin hafa í auknum mæli lagt meiri áherslu á stefnumótun í rekstri sínum. Stefnumiðað árangursmat eða stefnumótun er aðferðarfræði sem nýtir mælingar til þess að meta árangur fyrirtækja í rekstri. Mælingarnar eru svo notaðar til þess að koma stefnunni yfir á mælanlegt form svo hægt sé að gera sér grein fyrir framkvæmd stefnu fyrirtækisins og sjá hvaða aðgerð er hugsanlega þörf til að ná árangri. Megin markmið þessa lokaverkefnis er að: meta hvernig aðferðarfræði helstu fræðinga á sviði stefnumótunar getur komið fyrirtækinu Suðurflugi ehf. að gagni í núverandi stöðu og að kanna hvort farið sé eftir slíkum kenningum í stefnumótunarvinnu fyrirtækisins.
  Unnið var með kenningar og líkön Dr. Michael E. Porters og Pestel greiningu, auk þess sem unnin var svót greining á fyrirtækinu og umhverfi þess.
  Annað markmið verkefnisins var að: kanna hvort starfsmenn og stjórnendur hjá Suðurflugi vissu hver stefna fyrirtækisins væri og stefnumótun þess næstu árin.
  Gerð var eigindleg rannsókn þar sem tekin voru djúpviðtöl við nokkra stjórnendur og starfsmenn hjá Suðurflugi til að dýpka þekkingu rannsakanda á viðfangsefninu og fá fram þeirra sýn á umhverfi og stöðu fyrirtækisins sem og væntingar þeirra til vaxtar Suðurflugs á næstu árum.
  Lykilorð: Stefnumótun, stefna ,markmið, framkvæmd og eftirfylgni

Athugasemdir: 
 • Verkefnið er lokað til 27.4.2030.
Samþykkt: 
 • 19.6.2012
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/12206


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ritgerð Estíva 23 april 2012 Lokaskjal pdf.pdf898.2 kBLokaður til...27.04.2030HeildartextiPDF