is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Viðskipta- og raunvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/12209

Titill: 
  • Íslenskir tónlistarmenn : markaðssetning á netinu
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Með þessari skýrslu er ætlunin að fá innsýn í og lýsa aðferðum íslenskra tónlistarmanna við markaðssetningu sína á internetinu. Hvaða aðferðir þeir eiga sameiginlegar og hverjar ekki. Helstu aðgerðir stafrænnar markaðssetningar eru teknar saman og greining á tónlistarmönnum unnin í framhaldi.
    Skýrsluhöfundur tók viðtöl við sex sjálfstætt starfandi tónlistarmenn á Íslandi þar sem þeir voru spurðir ýmiskonar spurninga er varða markaðssetningu bæði á internetinu sem og í öðrum miðlum. Viðmælendur í þessari skýrslu eru: Einar Valur Scheving, Gunnlaugur Briem, Erna Hrönn Ólafsdóttir, Rúnar Freyr Rúnarsson, Matthías Matthíasson og Friðrik Ómar Hjörleifsson. Í byrjun á hverjum kafla um tónlistarmann er hann kynntur og farið yfir hans feril í tónlistargeiranum. Auk þess að taka viðtöl við þessa tónlistarmenn var gerð könnun meðal almennings þar sem spurt var út í notkun samfélagsmiðla til að fylgjast með tónlistarmönnum sem og notkun á heimasíðum þeirra.
    Niðurstöður höfundar eru að tónlistarmenn hugsa mis mikið út í markaðsmál á internetinu og fæstir eru að nýta sér þann möguleika eins og best verður á kosið. Allir viðmælendur notuðust við samfélagsmiðilinn Facebook, flestir með sínar vinasíður og sérstaka aðdáendasíðu. Almennt má gera ráð fyrir að íslenskir tónlistarmenn geti gert mun meira þegar kemur að stafrænni markaðssetningu á sjálfum sér. Nýting samfélagsmiðlanna skiptir í þessu samhengi miklu máli enda þar um markaðstæki án endurgjalds að ræða.

Samþykkt: 
  • 19.6.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/12209


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaverkefni_Valgarður.pdf935.32 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna