en English is Íslenska

Thesis University of Akureyri > Viðskipta- og raunvísindasvið > B.S. verkefni >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/12210

Title: 
 • is Er hagkvæmara fyrir heildsölu að afhenda allar vörur til Aðfanga eða hluta vara í verslanir Bónus?
Submitted: 
 • May 2012
Abstract: 
 • is

  Verkefnið fjallar um hagræðingarmöguleika á dreifingu vara frá heildsölunni NN til verslana Bónus. Markmið þessa verkefnis er að kanna hvort hagkvæmara sé fyrir NN að afhenda vörur í Aðföng sem sér um að dreifa í verslanir Bónus eða halda óbreyttu skipulagi sem er að dreifa hluta varanna í Aðföng og hluta beint í verslanir Bónus.
  Ástæða þess að þetta er skoðað er sú að eigendur Bónus verslananna hafa gefið til kynna að þeir vilji flytja allar vörurafhendingar í Aðföng.
  Ef afhenda á allar vörur til Aðfanga hefur það í för með sér aukinn afslátt til þeirra. Stjórnendur NN óskuðu eftir úttekt á hvaða áhrif þetta myndi hafa fyrir heildverslunina og tillögum að breyttu skipulagi á sölumannastörfum og dreifingarfyrirkomulagi til að vega upp á móti þessum afslætti.
  Helstu niðurstöður eru þær að hagkvæmara er fyrir heildsöluna að afhenda allar vörur í Aðföng. Athugunin leiddi í ljós að með skipulagsbreytingum á sölumannaferðum og hagræðingu sem næst við útkeyrslukostnað er ávinningur af því að afhenda vörur í Aðföng meiri heldur en ef skipulag er óbreytt. Sú hagræðing sem næst með breyttu skipulagi á sölumannaferðum og breytingu á afhendingu varanna nemur X krónum á ársgrundvelli.
  Lykilorð: Kostnaður, sölumannaferðir, öryggisstig, afhendingartími og ákvarðanataka.

Description: 
 • is Verkefnið er lokað til 31.5.2060.
Accepted: 
 • Jun 19, 2012
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/12210


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
KristjanLokavLæst.pdf1.62 MBLocked Until...2060/05/31HeildartextiPDF
Efnisyfirlit_lok.pdf93.56 kBLocked Until...2060/05/31HeimildaskráPDF
Heimildaskrá.pdf153.84 kBLocked Until...2060/05/31HeimildaskráPDF
Viðaukar.pdf956.36 kBLocked Until...2060/05/31ViðaukiPDF

Note: is Allt verkefni er lokað vegna mikilla trúnaðarupplýsinga sem eru í því. Þetta eru mjög viðkvæmar upplýsingar.