is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Viðskipta- og raunvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/12211

Titill: 
 • Verðmat fyrirtækja : „gefa þekktar verðmatsaðferðir raunsanna mynd af verðmæti fyrirtækja?“
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Í ritgerð þessari er fjallað um verðmat fyrirtækja og leitast við að svara eftirfarandi rannsóknarspurningu:
  “Gefa þekktar verðmatsaðferðir raunsanna
  mynd af verðmæti fyrirtækja?”
  Til þess að svara spurningunni er útskýrt hvað verðmat er, hvernig það er notað og af hverjum.
  Sérstaklega eru teknir fyrir hinir ýmsu óvissuþættir sem eru til staðar við gerð verðmats. Það er framkvæmdin sjálf þar sem greinandinn er í aðalhlutverki. Einnig er fjallað um innra og ytra umhverfi fyrirtækja en vönduð og fagleg greining á þeim þáttum er ein af undirstöðunum.
  Ársreikningum fyrirtækja og kennitölum eru gerð góð skil þar sem þau gögn eru undirstaða verðmats á fyrirtækjum. Fjallað er um helstu aðferðir sem notaðar eru við gerð verðmats. Aðferðafræðinni lýst og helstu sjóðstreymisaðferðir kynntar til sögunnar. Annarra aðferða er einnig getið.
  Þá er gert raunverðmat á fyrirtæki í heildsölurekstri á frekar sérhæfðum markaði. Beitt er núvirtri sjóðstreymisgreiningu og dregnar upp nokkrar sviðsmyndir sem gætu komið upp.
  Niðurstaða höfundar er að hvorki er hægt að svara rannsóknarspurningunni játandi eða neitandi, sökum óvissu sem alltaf er til staðar við framkvæmd verðmats og ekki síður vegna þeirrar óvissu er framtíðin ber í skauti sér.
  Það er þó ljóst að vandað verðmat sem byggt er á gagnrýnni hugsun og ákveðinni aðferðarfræði getur gefið hlutaðeigandi góða yfirsýn yfir verðmæti og möguleika fyrirtækisins til framtíðar.
  Lykilorð:
  Verðmat fyrirtækja. Sjóðstreymisaðferðir. Óvissuþættir. Ársreikningar. Kennitölur.

Athugasemdir: 
 • Verkefnið er lokað til 14.5.2112.
Samþykkt: 
 • 19.6.2012
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/12211


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
lokaútgáfa.pdf1.04 MBLokaður til...14.05.2112HeildartextiPDF
efnisyfirlit.pdf40.39 kBOpinnEfnisyfirlitPDFSkoða/Opna
heimildaskrá.pdf30.58 kBOpinnHeimildaskráPDFSkoða/Opna
útdráttur.pdf27.53 kBOpinnÚtdrátturPDFSkoða/Opna

Athugsemd: Ritgerðin inniheldur upplýsingar um fyrirtæki í sérhæfðum rekstri og það því auðþekkjanlegt fyrir þá sem eru í þeim geira.